Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 78

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 78
230 KYNGLÆPIR EIMREIÐIN Tökum annað sams konar dæmi frá sama tíma og úr sömu borg. Salvadore Ossido hafði setið átján mánuði í fangelsi fyrir glæpsamlega árás á 14 ára gamla stúlku. Skömmu eftir að hann varð laus, var hann aftur tekinn fastur fyrir að ráðast á kven- mann í neðanjarðarbrautarlest. í þriðja sinn var hann tekinn fastur fyrir að svívirða 12 ára gamalt barn, sem hann hafði fengið augastað á. Og enn var hann látinn laus. Sextán dögum síðar fannst stúlkan Einer Sporrer svívirt og myrt eftir hann. Þá fyrst er hægt var að ákæra hann fyrir morð, var talið hægt að fullnægja réttlætinu. Ossido var dæmdur til lífláts og tekinn af lífi í rafmagnsstólnum í Sing Sing fangelsinu. Samkvæmt lögum þeim, sem nú gilda í fjórum hinum áður- nefndu ríkjum, hefðu þeir Marks og Ossido aldrei verið látnir lausir eftir fyrsta glæp þeirra. Þeir hefðu fengið varðhaldsdóm til óákveðins tíma og setið inni, unz tekizt hefði að lækna þá, —■ og ef það hefði ekki tekizt, hefðu þeir setið í haldi til æviloka. 6. Sú aðferð, að fella „samnings“dóma í kynglæpamálum verður þegar í stað að leggjast niður. Með „samnings“dómum á ég við samkomulag við fangann um, að ef hann játi afbrot umsvifalaust, fái hann vægan dóm, en með þessari aðferð losnar ríkið við fyrirhöfn þá og kostnað, sem því fylgir að sanna upphaflegu ákæruna. Rannsókn á kynferðis- afbrotum, sem komu fyrir rétt í New York á hálfu ári, leiddi í ljós, að þessari „samnings“-afðerð var beitt í 82 málum þessarar tegundar af hverjum hundrað, sem tekin voru fyrir. Ef til vill er þetta nokkurn veginn gilt sýnishorn af rekstri þessara mála hvar- vetna í Bandaríkjunum. Aðferðin er náttúrlega einföld, kostnaðar- lítil og skjótvirk í framkvæmd. Yfirvöldin vilja hespa þessi mál af sem skjótast og með sem minnstu umstangi, — losna við ófögnuðinn sem fyrst. En nú skal nefnt dæmi um, hvaða afleiðingar slík aðferð getur haft. Nýlega var maður nokkur, sem þrívegis hafði komizt undir manna hendur fyrir kynferðisafbrot og í öll skiptin dæmdur sam- kvæmt „samnings“-aðferðinni, látinn laus eftir þriðju innisetuna. Skömmu síðar brauzt hann inn í svefnherbergi ungrar stúlku, sem hann hafði fylgt heim af dansleik, fyrsta dansleiknum, sem hún hafði sótt um ævina, og neyddi hana til fylgjulags, með því að ota að henni opnum hnífi og hóta að skera hana á háls. Stúlk- an er enn fárveik af taugaáfalli því, sem hún hlaut við árásina, en „samningsaðilinn“ bíður enn einu sinni dóms. Ætli yfirvöldin felli „samnings“dóm yfir honum í þetta skipti eða ekki?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.