Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 39

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 39
eimreiðin DJÁKNINN I ÖGRI 191 Það væri synd að segja, að frúin veldi djáknanum af verri endanum, þegar hún fór að bera á borð. Hún bar fyrir hann heitt og feitt hangikjöt, niðurskorna magála, súra sauða- hringukolla, svið og annað sælgæti. — Þá er þess og góð- fúslega getið, að lundabaggarnir hafi ekki látið sig vanta. Svo tók hún fram gamalt og gómsætt vín, sem djákninn kannaðist vel við, það var messuvín, — hvernig svo sem það var þangað komið. Þarna sátu þau í einingu andans og friðarins bandi fram ó nótt, átu og drukku og skemmtu sér dásamlega. Ýmist söng djákninn guðrækilega sálma, ellegar dillandi fjörug öanskvæði. Frúin tók undir, og svo fóru þau bæði að dansa, en þess á milli laumaði hann að henni litlum kossi, og hún galt honum aftur í mátulegri mynt. Stundum höfðu þau hljóðskraf og hvísluðu hvort að öðru einhverju, sem enginn ^nátti heyra, enda enginn til frásagnar um þær fréttir. Stund- úm töluðu þau hátt og hlógu dátt, svo undir glumdi í stof- unni. Þau voru svo glöð og yfirmáta ánægð, að þau kunnu sér engin læti. ,,Víst verðum við að gera okkur glaða stund,“ sagði frúin, „fyrst hann Aðalbrandur minn er ekki heima, en það er eitthvað svo óþokkalegt hérna í stofunni, mér er svo ilia við þennan andstyggðar poka, — þennan þarna í horninu, — hann átti aldrei hingað inn að koma, og ég ætlaði einmitt að fara að láta henda honum út, — alveg um leið °g þú komst hingað inn úr dyrunum!“ „Mikið er að heyra til þín, maddama góð!“ mælti djákn- inn. „Við skulum ekkert á hann minnast, þennan meinlausa Poka-pinkil; þess konar smámunir taka engu tali. Mér finnst líka allt svo undurfallegt og ánægjulegt, þegar ég er hjá þér einni saman og þegar hann Aðalbrandur er einhvers staðar iangt í burtu. Hjartans yndið mitt! Hættu nú að hugsa um Pokann! Komdu heldur hérna, ástin mín, og lof mér að kyssa Þig lítið eitt, áður en við hugsum til að fara að hátta!“ Svo kysstust þau, og svo föðmuðust þau fast og innilega, °g þá söng djákninn hástöfum, svo undir drundi í stofunni:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.