Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 60

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 60
212 SEDRUS eimreiðin — Hvað ertu að gera þama? Varstu að fela þig? spyr hún og greiðir greinarnar frá andlitinu. — Ég var að bíða eftir þér. Komdu inn í runnann til mín. — Nei, ég gæti rifið kjólinn minn. Sjá þig! Það er hrís í hár- inu á þér. Ég skríð út úr fylgsni mínu og sezt flötum beinum undir runn- ann. Hún fleygir sér strax niður við hlið mér og blæs mæðinni- Hún er berfætt, í rauðum skóm og dálítið rispuð á fótleggjunum- Græni kjóllinn hennar nær ekki nema niður undir hnén. — Á ég að segja þér svolítið? segi ég. — Já. Hvað er það? spyr hún áfjáð og færir sig nær mér. — Við skulum tína ánamaðka handa silungunum í ánni. — Já, það skulum við gera. Við, sprettum á fætur og hlaupum niður að ánni. Við erum jafnar á sprettinum, enda jafnöldrur og bekkjarsystur í barna- skólanum. SEDRUS. Æ, þetta er ei neitt til að yrkja um né ániálga kunningja við. því allir það hugsa og finna, og þangað snýr hjartnanna þrá. Er lífið ekki sú Iöngun að lifa og kanna þau svið, er æskan sá útundan sér í suðrinu vorskýjum á? Nú er hann svo langt í burtu, sedrusviðurinn, sem varpaði svalandi skugga yfir blóniin siná------ rósir, lauka og liljur og dökkhærða vininn minn, og allar þær fegurstu stundir, sem lifði ég þá. Já, nú er hann óralangt hurtu, og löng liafa lagzt út af ár. Þar liggur hún, æskun, þar dó hún, sem kölluð var nafninu von. allt, nema fjarrænar myndir og söknuður sár--------—. Eg sé þig víst aldrei aftur, ó, sedrus frá Líbanon! Þórhallur Þorgilssnu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.