Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 58

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 58
SMÁSAGA EFTIR RÓSBERG G. SNÆDAL. Stórihvammur er uppi í árgilinu, í hvarfi frá bænum. Hann ei eins og helmingurinn af stórri skál, sem brotnað hefur í tvennt. Hvergi er betra skjól, og hvergi er sólskinið heitara en í Stóra- hvammi. Þess vegna er hann sjálfkjörinn griðastaður. Hann hefur líka fleira upp á að bjóða en skjólið og hlýjuna. í brekkum hans þrífst fjölbreyttari gróður en á nokkrum öðrum stað hér í na- grenninu. Þar er mikið af alls konar lyngi, og kjarrið er sums staðar svo hávaxið, að ég get falið mig inni í runnunum. í Stóra- hvammi vaxa líka margar tegundir af berjum. Efst eru bláber, miðhlíðis hrútaber og jarðarber, en niður við ána eru stórar breið- ur af krækiberjum. Oftastnær held ég mig ofan til í brekkunuW. þegar ég heimsæki Stórahvamm. Þar er gróðurinn mestur og út' sýnið bezt. Áin liðast milli hvanngrænna bakka, sums staðar hvítfyssandi á flúðum, en sums staðar myndar hún stóra lygna hylji, sem í sólskini glampa eins og risastórir speglar. Þegat kvöldar og sólin er í þann veginn að kveðja hvamminn, verður vatnið í hyljunum svo einkennilega dökkt, en þó gegnsætt, og maður getur séð til botns langar leiðir til og fylgzt með ferðum silunganna. Stundum reka þeir hausinn upp úr vatnsskorpunni gleypa flugur og fiðrildi, sem þar hafa nauðlent. Já, það er alltaf eitthvað nýtt að skoða í Stórahvammi, og hug' urinn hefur ærin viðfangsefni. Ég held að engum geti leiðzt Þan jafnvel ekki þó hann biði eftir ástvini úr fjarlægðinni. Það erU áreiðanlega til þeir staðir, þar sem leiðindi eiga ekki við. ÞaniUg finnst mér Stórihvammur. Gleðin ein tilheyrir honum. Stori- hvammur er vinur minn, og mér finnst stundum, að ég sé hluti a honum og hann af mér. Áreiðanlega fyndist mér lífið tómlegra °% hversdagslegra, ef ég ætti engar minningar tengdar við hann. Oft hef ég beðið þar eftir henni, með óþreyju að vísu, en Þ° án leiðinda. Ég get alltaf gert mér eitthvað til dundurs, á meðan ég bíð. Stundum tíni ég ber og stundum leita ég upp í felustað 1 einhverjum runnanum og fel mig þar. Svo læt ég hana leita að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.