Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 57

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 57
EIMREIÐIN ÞORSTEINN ö. STEPHENSEN 209 konsúll í „Uppstigningu“ eftir Sigurð Nordal, Brynjólfur biskup í »Skálholti“ eftir GuSmund Kamban, Hlopov fræSslufulItrúi i „Eftir- litsmanninum14 eftir Gogol og Voltore í „Volpone“ eftir Zweig og Ben Jonson. Leikritin sjálf eru öll í tölu hinna merkari við'fangsefna Leik- félags Reykjavíkur og leikur Þorsteins athyglisverSur og eftirminnileg- ,lr. Þó að t. d. hlutverkið í „Uppstigningu“ sé ekki ýkja mikið, þá þarf svipast talsverl rækilega um í annálum leiklistarinnar hcr til þess að Onna jafn góðlátlega skemmtilega skopstælingu á sjálfbirgingsskap og smáborgarahroka og Þorsteinn leiddi fram hjá Davidsen konsúl. Samt mun það vera svo, að mörgum áhorfanda, sem fylgzt hafði gjörla með leiklistarferli Þorsteins, kom það nokkuð á óvart, hvernig hann fór svo að segja hamförum úr hlutverki í hlutverk síðustu árin, fisléttur ver- aldarmaður í heimilisföðurnum og dómaranum í „Elsku Rut“, hníf- skarpur umhótamaður og þjóðfé- lagsrefsari í „Marmara“, aldur- hniginn og lífsþyrstur siðbótar- klerkur í „Önnu Pétursdóttur“, steinrunninn austurlenzkur harð- stjóri í „Pi-pa-ki“ eða barnslega sjálfglaður hirkidómari í „Ævin- týri á gönguför“. Skýringin finnst mér liggi í því, að engin þessi ein- kunn sé einhlít eða algild fyrir viðkomandi hlutverk. Á liak við Þorsteinn ö. Stephensen sem Jean þær allar er persónuleiki Ieikar- ^aljean og Brynjólfur Jóhannesson ans, sem bregöur yfir þær hirtu sem Javert í „Vesalingunum". hins mannúðlega skilnings, hinn- ar góölátlegu mannhætandi sam- *>yggðar. Þessa strengi knúði Þorsteinn Ö. Stephensen samt sterkast °g með mestum litbrigðum í hlutverki galeiðufangans Jean Valjeans * oVesalingunuin“ eftir Victor Hugo, í leikgerð Gunnars R. Hansens. í þessu mikla verki, sem tekur yfir áratugi í viðburðaríkri mannsævi, Var leikur Þorsteins ekki eins heilsteyptur og t. d. í samfelldri „augna- kliksmynd“ líkri Davidsen konsúl, en á köflum reis Ieikur hans hærra en 1 nokkru öðru hlutverki, sem hann hefur leikið. Síöustu árin hefur Þorsteinn fært sönnur á, að hann er afburða- leikari, ef það var ekki ljóst áður, meðan hann var tiltölulega sjaldséður gestur á leiksviðinu hér. Það er lilhlökkunarefni, að hann á áreiðanlega eÖir að skapa margar svipmiklar persónur og leiöa fram til sigurs á öðru helzta leiksviði landsins — í gömlu Iðnó. L. S. 14

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.