Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 68

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 68
220 MÁTTUR MANNSANDANS eimbeiðin gæta þess stranglega, að dávaldurinn sé verki sínu vaxinn. Miðill- inn verður, eins og útvarpið (samlíbingin er náin), að vera stilltur á þá einu stöð, sem honum er holl og hann þráir að komast í samband við. Um skeið notaði ég dáleiðslu til þess að ganga úr skugga um sanngildi fyrirboða í draumi. Ég hafði þá ekki nokkra trú á, að fótur væri fyrir endurholdgun. En rannsóknir mínar, þó á öðru sviði væru, urðu til að breyta skoðun minni á endurholdg- unarkenningunni. Ég ætla að skýra frá tveim þessara funda frá fyrirboða-rannsóknum mínum, sem haldnir voru fyrir nokkrum árum, og voru fundarmenn þessir: Dr. E. T. J. og dr. R., enn- fremur nokkrir fleiri nafnkunnir menn og konur, en miðlarnir voru ungfrú C. og frú K. Ég hafði ekki kynnzt þessum miðlum áður, og þeir voru báðir látnir falla í djúpan dásvefn, áður en nokkrar samræður hefðu áður átt sér stað milli þeirra og fundar- manna. Fundarmenn votta, að það, sem gerðist á fundinum, bendi eindregið til eftirfarandi atriða: 1) Vér lifum oftar en einu sinni hér á jörð, 2) vér lifum á fleiri en einni jarðstjörnu, 3) minni vort varðveitist í smáu sem stóru frá nútíð og aftur í tímann um liðna ævi og áfram til annarrar tilveru og eldri jarðvista, en á milli hverra tveggja jarðvista líða hundrað til fjögur þúsund ár. A milli jarðvistanna dveljum vér á annarri jarðstjörnu, og er Venus þeirra vinsælust. Síðasta jarðvist flestra, sem ég hef haft undir höndum, á að hafa verið í Rómaveldi hinu forna. Margir þeirra, sem ég hef rannsakað í dáleiðslu, segja, að þeir hafi í síðustu jarðvist látizt af slysförum eða skæðum sjúk- dómi, framið sjálfsmorð eða verið myrtir. Rannsóknir mínar a þessu heillandi viðfangsefni eru aðeins á byrjunarstigi, og það væri því of snemmt að draga nokkrar ályktanir á þessu stigi máls- ins eða koma með nokkrar kenningar, byggðar á þeirri reynslu, sem fengin er. Ég vil leggja ríka áherzlu á þörf þess, að forðast öfgar. Þeir, sem gefast upp við slíkar rannsóknir sem þessar, af þvi að vitnisburðir virðast stundum ósamhljóða, eiga alls ekki skilið að kallast sannir vísindamenn, því að sannir vísindamenn eru þeir, sem fórna lífi sínu til þess að komast að innsta eðli tilverunnar. Á leið þeirra eru margar fallgryfjur. En oft geta þær, jafnvel þær verstu, reynzt lykill að sannleikanum. Með þetta í huga ber að halda leitinni ótrauður áfram. Vér erum öll heimspek-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.