Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 52

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 52
204 INDVERSKAR RÓKMENNTIR eimreibin Miklar bókmenntir eru til á prakrit-tungu, þótt lítt séu kunnar á Vesturlöndum. Ná þær yfir rúmlega 2000 ára tímabil, eða allt frá því á 3. öld f. Kr. og fram á vora daga. í austurhluta Indlands er héraðið Assam, og á tungu íbúa þess, assamisku, eru umfangsmiklar bókmenntir, sem stóðu í mestum blóma á tímabilinu 1450—1650. Eftir að Bretar lögðu landið undir sig, árið 1826, hrakaði bókmenntum á assamisku, því að þeir gerðu bengölsku að hinni opinberu tungu í Assam. En um líkt leyti settust brezkir og amerískir trúboðar að í héraðinu, þýddu þeir biblíuna og fleiri rit á assamisku og tóku að gefa út tímarit á sömu tungu árið 1846, sem átti mikinn þátt í að endurvekja áhugann á assamiskum bókmenntum. Assamisk skáld, sem kynnzt höfðu enskri menningu, beittu áhrifum sínum til að yngja upp og endumýja þjóðlegar bókmenntir. Meðal þeirra er kunnastur Hemachandra Barua (1855—1896), sem samdi vísindalega orða- bók yfir tungu Assambúa. Hann samdi einnig skáldsögur og leik- rit. I leikritum hans gætir hvassrar gagnrýni á hræsni og yfir- drepsskap þeirra, sem þykjast heilagir og flekklausir, en nota helgislepjuna til að fela saurugleik sinn og syndir fyrir mannanna sjónum. í „Söng ópíum-ætunnar“ lýsir hann eitumautn þessari og bölvun þeirri, sem af henni leiddi fyrir landa hans, og er sú lýsing átakanleg mjög. Árið 1889 tóku stúdentar við háskólann í Calcutta að gefa út nýtt tímarit, sem nefndist Eldflugan (Jonaki) og átti mikinn þátt í þeirri bókmenntalegu vakningu, sem átti sér stað í Assam urn aldamótin síðustu. Nafnkunnastur úr hópi þessara ný-assamisku höfunda er Lakhminath Bezbama (1868—1938), og hafa smásögur hans einkum náð miklum vinsældum. Sarat Chandra Goswami (1886—1944) er einnig frægur smásagnahöfundur. Meðal ljóð- skálda er Jatindranath Dvara, sem hefur þýtt Ferhendur tjald- arans eftir Omar Khaýám á assamisku. Bengali er indó-evrópsk tunga, sem hefur öðrum indverskum þjóðtungum fremur orðið ritmál þeirra Indverja, sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum frá bókmenntum Vesturlandabúa. Á beng- ölsku rituðu Tagore-bræðumir Dwijendrana (1840—1926) Jyot- irindranath (1848—1925) og Rabinbranath (1861—1941), en af þeim er Rabindranath kunnastur á Vesturlöndum, enda hlaut hann bókmenntaverðlaun Nobels árið 1913. Hann var jafnvígur á allar greinar skáldskapar: Ijóðlist, leikritagerð, smásögur, róm- ana, ritgerðir. Hann stofnaði Santineketan-skólann og Háskóla Visva-Bharati. Indverjar nefndu hann Vakpati, sem þýðir: Lá-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.