Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 36
SKUGGI: ninn í — SNITTUÐ ÞJÖÐSAGA. — Að Kálfavík í Skötufirði, inn úr Djúpi fsafjarðar, bjó eitt sinn bóndi nokkur, Aðalbrandur að nafni Ásláksson. Hann var miðaldra maður, meinhægur, þá er þessi saga gerðist, sú, er sögð skal hér. Hversdagsmaður var hann í hvívetna, Brandur bóndi, og að einu og öllu álitinn svo sem fólk er flest. En að vissu leyti vakti bóndi þessi breiðari athygli en almennt gerist og gengur um mann í hans stétt og stöðu. Var það vegna þess, að hann hafði fest sér konu eina unga og kvongazt henni, frábærlega fríða sýnum og sjónum. Margir höfðu orðið til þess að gjóta til hennar girniaug- um, þessarar sjálegu sætu, meðan hún enn var ógefin heima í föðurhúsum, og margir höfðu beðið hennar beinlínis, en Aðalbrandur bóndi, af einskærri hundaheppni, ellegar drósar- duttlungum, orðið þeirra félaga fengsælastur. — Fór svo samt, jafnvel eftir að hún, þessi hunangskrús, var harðgift honum Brandi bónda, að sumir gátu eigi gleymt fegurð hennar, eða setið á sér, svo sem vera átti viðunanlega. Og ekki fór það fram hjá almúganum, sem ætíð bíður opinn fyrir allri byggðarymt, að djáknanum í ögri gætist betur að henni, þessari Aðalbrandar eiginkonu, en góðu hófi gengdi. — Djákninn í ögri var einn þeirra ævarandi, er lengi geyma í sér gamlar ástir, og vandi hann komur sínar í Kálfavík, stormaði þangað á strikbuxum undireins og hann frétti, að Aðalbrandur bóndi færi ferðir heiman, er ósjaldan bar við, með því hans unga Kálfavíkurkona kunni á því lagið, að minnsta kosti fyrst framan af, að hafa á bónda sínum hæfilegan eriL og aga og senda hann í sínar þarfir, oft langar leiðir, uppdiktaðra erinda. Var það mál manna, að þeirri fríðu frú þætti djákninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.