Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN
MÁTTUR MANNSANDANS
221
lngar í hnotskurn, og hér er um hina æðstu heimspeki að ræða.
Svo virðist sem vér höfum áður lifað á þessari jörð og á öðrum
larðstjörnum einnig. Endurholdgunarkenningin er einkum at-
hyglisverð fyrir þá, sem segjast muna sína fyrri jarðvist, eða
finnst sem þeir kannist við staði, sem þeir hafa aldrei komið á
1 þessu lífi. Slíkur kunnugleiki bendir eindregið til fyrri jarðvista.
dannsóknir á draumlifi manna geta einnig orðið mjög fróðlegar
til að upplýsa þetta efni. Allir miðlar, sem ég hef prófað, halda
t,ví fram, að jörðin sé ekki aðeins byggð mannverum í holds-
líkömum, heldur einnig hulduverum, og skýrir það trúna á svipi
°g vofur. Guðspekingar segja í fræðum sínum frá öndum, sem
nefnast „elementalar“ og hafa aldrei lifað hér á jörð í mannleg-
u* holdslíkömum. Rætt hefur verið um önnur vitundarsvið,
heima, sem séu ósýnilegir, innan og utan vors jarðneska heims,
°g er þetta allt mikið efni og flókið.
Hinn mikli meistari Austurlanda, Jesús Kristur, sagði skýrum
°rðum, að þeir, sem lokuðu hugi sina fyrir hinum andlegu öfl-
um, myndu ekki trúa, þóttt dauðir risu upp. Sumir menn eru
þannig gerðir, að þeir verða að sjá og þreifa á til þess að sann-
ferast, og fyrir þá er reynt að vinna einnig. Hinir eru þó miklu
fleiri, sem að vísu trúa á hin andlegu öflin, en taka þó með fögn-
uði við hverjum nýjum vitnisburði, sem styrkir þessa trú þeirra.
Ekki ber að lasta efagjarnan huga. Hann er staddur á kross-
gótum, og braut þróunarinnar bíður. Efagjarn maður er í hættu
staddur á þessum krossgötum. Beitir hann trú sinni og þekkingu
H1 hins ýtrasta eða ekki? Eins og Tómas í Nýja testamentinu,
verður hann að fá sína viðbótartryggingu fyrir veruleika þeirra
heima, sem hann er á leið til, eigi hann að geta setzt þar að.
Hann verður að fá að þreifa á og ganga jafnframt úr skugga
Urn blekkingar skynheims vors.
ðdegi fræðsla sú, sem á þessum síðum felst, verða til að upp-
iýsa hverja leitandi sál, sem þráir að trúa og skilja, en kvelst á
brossgötum efans.
[Hér lýkur 16. kafla bókarinnar um mátt mannsandans. Tveir siðustu
kaflar hennar eru eftir, og ræðir í þeim fyrri um dulræna hæfileika manna
_ að kanna óþekkt svið tilverunnar, lýsir fjarlægum og óþekktum atburðum
1 rumi og tíma, fortíð, nútíð og framtið, dulheym, skyggni, forspám og öðr-
um skynjunum utan sviðs venjulegra skilningarvita vorra, o. s. frv.]