Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 38
190 DJÁKNINN 1 ÖGRI EIMREIÐIN inni, sem vel mátti vera, því Aðalbrandur bóndi yar allvel efnaður og átti ítök nokkur utan ábýlisjarðar sinnar. Þeir Brandur bóndi og þessi hans verkaþjónn lögðu báðir af stað um líkt leyti. Segir ekki af ferðum þeirra fyrst um sinn. En frúin fór sínu fram og sendi á augabragði hrað- boða í ögur að gera djáknanum skiljanlegt, að bóndi sinn væri farinn í ferðalag. Um kvöldið, er komið var rökkur, kom vinnumaður sá, er í vitorði var með Aðalbrandi bónda, heim aftur, og hafði meðferðis poka einn mikinn, er hann bar á baki, fer með hann inn í stofu og setur sekkinn þar af sér ofan, inni í einu horni hennar. — Húsfreyja leit til vinnumannsins óhýru auga og bað hann að skammast með pokann út í skemmu, því hún kynni ekki við að hafa annan eins óþrifnað inni í stofu, einkum þó og sér í lagi ef gesti bæri að garði. —- „Eða hvað er í þessum óhræsis poka?“ spurði hún. — „Það er mör og meira gott!“ svaraði vinnumaðurinn. — ,,Já, skammastu með hann út í skemmu, undir eins!“ skipaði frúin. Vinnumaðurinn ók sér öllum og emjaði við, kvaðst alveg vera orðinn vita-uppgefinn og bað hana, blessaða húsmóð- urina sína, að sjá nú aumur á sér — og bíða með þetta, —- það kæmi enginn í kvöld, hvort eð væri. En þegar með morgunsárinu sagðist hann skyldi taka pokann og skila hon- um út í skemmuna. — En þá um leið og vinnumaðurinn hafði þetta mælt, stóðst það alveg á endum, að opnaðist hurðin og inn úr dyrunum vatt sér djákninn í ögri. Húsfreyja fagnaði honum forkunnar vel, bauð hann vel- kominn, vísaði honum til sætis og ljómaði öll af ánægju. Afsakaði hún ódugnað vinnumanns og bað djáknann innilega velvirðingar á þessum óhræsis poka inni í stofunni, er vinnu- maðurinn hefði látið þarna í leyfisleysi, og bauð að láta bera hann brott. En djákninn bað hana blessaða að hafa ekki áhyggjur út af slíkum smámunum. Hún ætti að vita, að hann væri ekki svo hégómlegur og bað hana bara að lofa pokagreyinu að liggja, hann gerði engum manni mein — ,,poka-skjóðu-skömmin“, eins og hann komst að orði. Síðan rétti hann að henni ríflegan koss, en pokinn fékk að vera eins og hann vildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.