Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 38

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 38
190 DJÁKNINN 1 ÖGRI EIMREIÐIN inni, sem vel mátti vera, því Aðalbrandur bóndi yar allvel efnaður og átti ítök nokkur utan ábýlisjarðar sinnar. Þeir Brandur bóndi og þessi hans verkaþjónn lögðu báðir af stað um líkt leyti. Segir ekki af ferðum þeirra fyrst um sinn. En frúin fór sínu fram og sendi á augabragði hrað- boða í ögur að gera djáknanum skiljanlegt, að bóndi sinn væri farinn í ferðalag. Um kvöldið, er komið var rökkur, kom vinnumaður sá, er í vitorði var með Aðalbrandi bónda, heim aftur, og hafði meðferðis poka einn mikinn, er hann bar á baki, fer með hann inn í stofu og setur sekkinn þar af sér ofan, inni í einu horni hennar. — Húsfreyja leit til vinnumannsins óhýru auga og bað hann að skammast með pokann út í skemmu, því hún kynni ekki við að hafa annan eins óþrifnað inni í stofu, einkum þó og sér í lagi ef gesti bæri að garði. —- „Eða hvað er í þessum óhræsis poka?“ spurði hún. — „Það er mör og meira gott!“ svaraði vinnumaðurinn. — ,,Já, skammastu með hann út í skemmu, undir eins!“ skipaði frúin. Vinnumaðurinn ók sér öllum og emjaði við, kvaðst alveg vera orðinn vita-uppgefinn og bað hana, blessaða húsmóð- urina sína, að sjá nú aumur á sér — og bíða með þetta, —- það kæmi enginn í kvöld, hvort eð væri. En þegar með morgunsárinu sagðist hann skyldi taka pokann og skila hon- um út í skemmuna. — En þá um leið og vinnumaðurinn hafði þetta mælt, stóðst það alveg á endum, að opnaðist hurðin og inn úr dyrunum vatt sér djákninn í ögri. Húsfreyja fagnaði honum forkunnar vel, bauð hann vel- kominn, vísaði honum til sætis og ljómaði öll af ánægju. Afsakaði hún ódugnað vinnumanns og bað djáknann innilega velvirðingar á þessum óhræsis poka inni í stofunni, er vinnu- maðurinn hefði látið þarna í leyfisleysi, og bauð að láta bera hann brott. En djákninn bað hana blessaða að hafa ekki áhyggjur út af slíkum smámunum. Hún ætti að vita, að hann væri ekki svo hégómlegur og bað hana bara að lofa pokagreyinu að liggja, hann gerði engum manni mein — ,,poka-skjóðu-skömmin“, eins og hann komst að orði. Síðan rétti hann að henni ríflegan koss, en pokinn fékk að vera eins og hann vildi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.