Eimreiðin - 01.07.1953, Qupperneq 51
EIMREIÐIN
INDVERSKAR BÓKMENNTIR
203
yerja vinnur að rannsókn á henni og á bókmenntum þeim, sem
a henni eru skráðar. Nokkur tímarit koma út á sanskrít, og
nokkur skáldrit hafa verið rituð og gefin út á sanskrít á vorum
dögum.
Hin foma heimspeki Indverja er ekki aðeins kerfisbundin hugs-
Un eins og heimspeki Vesturlandabúa, heldur miklu fremur kerfis-
Undin lífsbreytni. Eftir djúpa íhugun, einbeitingu sálarkrafta
ug hugarþjálfun öðlast Indverjinn beina innsýn í eðli hlutanna,
ugljómun. Hann öðlast skilning á æðstu sannindum lífsins, enda
er heimspekingur á sanskrít nefndur rsi, sem þýðir: sjáandi.
Indversk heimspeki greinist í tvo meginþætti: réttrúnað
Isstika), sem viðurkennir algildi Veda-bókanna, og afneitun
(nastika), sem ekki viðurkennir algildi þeirra. Indversk heim-
sPeki hefst með Veda-bókunum. Fyrst er hún mest fólgin í fómar-
löfrum, þróast síðan í dulvísindi og skáldskap, einkum í Upanisad-
°kunum, þar sem getið er hinna elztu indversku rökfræðiskóla.
^uddhatrúin boðar Gautama Buddha (hinn vaknaða) æðsta og
fyrsta fræðara Indverja. Fyrstu Buddha-dýrkendumir (um 500
• Kr.) rituðu trúfræði sín á Pali-tungu, en einnig var sanskrít
n°tuð. Ennfremur hafa rit þeirra varðveizt í kínverskum og
thibetönskum áletrunum og þýðingum.
Meðal hinna mörgu heimspekirita Indverja er Bhagavadgita
yinsælust. Hún hefur komið út á íslenzku í þýðingu Sigurðar
ristófers Péturssonar. Þetta heimspekirit er í samtalsformi. Tal-
ast þar við guðinn Krisna og Arjuna, vinur hans og lærisveinn,
en efniskjarninn er úr Mahabharata. Ekkert rit hefur haft eins
^nikil áhrif á indverska lífsskoðun eins og Bhagavadgita.
Onnur hinna tveggja forntungna Indverja nefnist Pali, eins og
aður er sagt. Bókmenntir á Pali eru ekki eins miklar að vöxtum
Gins og á Sanskrít. Þó hafa verið skráð mörg merk rit á Pali,
einkum rétttrúnaðarrit Buddhatrúarmanna. Meðal rita á þeirri
tiingu er Jataka, sem hefur að geyma 550 sögur frá æviskeið-
Urn guðsins Bodhisattva. Rit þetta er mjög fróðleg heimild um
nidverska menningarsögu á tímabilinu frá 3. öld f. Kr. fram á
5- öld e. Kr.
^niðja indverska forntungan af indó-evrópskri rót, sem hefur
gsyma merkar bókmenntir, er Prakrit. Áletranir á þessari
tungu er að finna á klettum, stólpum og í hellum, og eru meðal
peirra hinar svonefndu Asokan-áletranir, yfir 30 að tölu, en þær
eru meðal elztu skráðra, indverskra bókmennta, sem fundizt hafa.
að