Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 86

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 86
238 RITSJÁ EIMREHIIN á aðra. Hvað sem því liður, þá er hér um afar merkilegt og að sama skapi þakkarvert þýðingasafn að ræða, enda eiga þar hlut að máli um frumort kvæði snjöllustu skáld hverrar þjóð- ar, og fjölmörg þeirra heimskunn; meðal þýðendanna eru einnig við- kunnustu skáld og frægustu fræði- menn hins enskumælandi heims beggja megin hafsins. Hversu geysilegu víðlendi í heimi bókmenntanna er lýst í þessu þýð- ingasafni verður augljóst, þegar á það er bent, að það tekur yfir tima- bilið frá því um 2600 árum fyrir Krists burð og fram til ársins 1950. Eru hér meðal annars ljóðaþýðingar úr egvpzku, babýlonsku, sanskrít, he- bresku, persnesku. arabisku, grísku, latínu. kínversku, japönsku, engil- saxnesku, gaelisku, velsku, norrænu, Norðurlandamálunum öllum, finnsku. eistnesku, itölsku, frönsku, spænsku, portúgölsku, hollenzku, flæmsku, rússnesku. öðrum slafneskum málum og úr hinum ýmsu málum í Suður- Ameriku. Elztu kvæðin, sem hér eru í þýðingu, eru af áletrunum á egypzk- um pýramídum, en nýjustu kvæðin frá allra siðustu árum, eins og fyrr segir. Er óþarft að fjölyrða um það, hverrar margbreytni um ljóðagerð gætir í þessu yfirgripsmikla safni; má með sanni segja, að þar sé slegið á hina fjarskyldustu strengi hörp- unnar, og að þar speglist hinar ólik- ustu tilfinningar mannshjartans. En við lestur þessa viðtæka úrvals ljóða- þýðinga úr heimsbókmenntunum verður það jafn augljóst, að sömu kenndir bærast í brjóstum manna hvar sem er á hveli jarðar og á öll- um öldum. Og ekki er það minnst um vert, að ljóðaþýðingar þessar minna svo öfluglega á þann grund- vallarsannleika, er mönnum hættn æði oft til að sjást vfir, þó með ólik- indum megi virðast. Ekki verður Island heldur með öllu útundan á þessum alþjóða vett- vangi Ijóðaþýðinga. tJr fornbók- menntum vorum eru hér þýðingar af „Völuspá" (nokkuð stytt) og „Þrvms- kviðu“ eftir Henry Adams BcIIoms. úr þýðingu hans af Sœmundar-Eddu (The Poetic Edda, 1923); af „Darr- aðarljóðum" eftir prófessor Lee M- Hollander, úr þýðingasafni hans. Old Norse Poems (1936); og tvær lausa- visur Kormáks Ögmundssonar, ..Bra- máni skein brúna“ og „Alls metk auðar þellu" í þýðingu þeirra W. G. Collingwoods og dr. Jóns Stefánsonar. Þá eru hér þýðingar af þessum kvæðum íslenzkra nútíðarskálda: „Landslag" (Heyrið vella’ á heiðum hveri) eftir Grim Thomsen, „Svana- söngur á heiði“ eftir Steingrim Thor- steinsson, ,.Regn“ eftir Einar Bene- diktsson og „Harmslagur" eftir Guð- mund Guðmundsson. Eru tvær fyrr- nefndu þýðingarnar eftir frú Jakob- inu Johnson, en hinar tvær eftir dr. Watson Kirkconnell, en allar eru þ®r teknar úr þýðingasafninu lcelandic Poems and Stories (1943), er Richard Beck valdi í og bjó til prentunar. Ennfremur er í þessu alþjóða-safm þýðing á kvæði Halldórs Kiljans Lax ness „Hún var það allt“ eftir Magnús Á. Árnason. Er hún tekin úr bókinm 20th Century Scandinavian PoetrY (1950), sem nýlega var getið um her i ritinu, en dr. Stefán Einarsson sa um val islenzku kvæðanna í því safm- Skal þess jafnframt getið, að mér er ekki kunnugt um, að neinn íslend- ingur hafi verið kvaddur til ráða um þýðingaval í hið mikla safn, sem her er gert að umtalsefni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.