Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 34
LIFSINS FJDLL Það þykir mörgum fróðlegt og einnig skemmtilegt að vita, hvernig ýms kvæði kunnra skálda okkar hafa orðið til. Hefur t. d. við útgáfur á ljóðmælum Jónasar Hallgrímssonar verið reynt að gera þessu nokkur skil. Einar H. Kvaran var, eins og kunnugt er, aðallega sögu- og leikritahöfundur. Hann orti ekki mikið. Það at- vikaðist svo, eins og hann segir sjálfur frá í formála fyrir ljóðum sínum, að hann „fór að draga andann með öðrum hætti“. Tvö kvæði hans a. m. k. eru þó þjóðkunn: „Systkinin" og „Lífsins fjöll“, og stuðla að því, eins og um fleiri kvæði, lögin við þau, enda bæði ágæt, ljóð og lög. Það er kunnugt, að sonarmissir orsakaði, að fyrra kvæðið varð til. En um „Lífsins fjöU“ er þessi saga: Fyrir mörgum árum höfðum við örfáir menn sambandsfundi með Jóhönnu konu minni. Var þá siður vor að syngja í fundar- byrjun lagið við danska jólasálminn „Det kimer nu til julefest“. sem notað hefur verið við sálminn: „Hvað boðar nýárs blessuð sól“. Svo stóð einu sinni á, að Einar H. Kvaran heyrði þetta sungið af vörum Jóhönnu á fundi með ísleifi Jónsssyni, sem þá var að byrja miðilsstarf sitt. Einari fannst lagið svo vel valið og vel til þess fallið að vekja hygð („stemning") fundarmanna, að hann orti þegar eftir fundinn kvæðið, sem hann kallaði „Lífsins fjöU“, og fékk konu minni eiginhandarrit þess, sem hér fer á eftir og ber vott um hugarlyfting hans sjálfs og innblástursáhrif af völd- um þess, sem þarna gerðist. LÍFSINS FJÖLL. Sambandsfundar-sálmur. Þín náöin, drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. I þinni birtu’ hún brosir öll. 1 bláma sé ég lífsins fjöll. Eg veit, að þú ert þar og hér, Hjá þjóöum himins, fast lijá mér, ég veit þitt ómar ástar mál, og innst i minni veiku sál. Ef gleöi-bros er gefiö mér, sú gjöf er, drottinn, öll frá þér. Og veröi’ af sorgum vot mín kinn, ég veit, aö þú ert faöir minn. Þín náöin, drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarönesk gæfa glatist öll, ég glaöur horfi’ á lífsins fjöll. Einar H. Kvaran kallaði Ijóðið „Sambandsfundar-sálm“. Hann er nú prentaður í nýju sálmabókinni (nr. 131) og sunginn í kirkj- um landsins, þó að honum sé ætlað annað lag, er síður á við. Kr. Linnet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.