Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 34

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 34
LIFSINS FJDLL Það þykir mörgum fróðlegt og einnig skemmtilegt að vita, hvernig ýms kvæði kunnra skálda okkar hafa orðið til. Hefur t. d. við útgáfur á ljóðmælum Jónasar Hallgrímssonar verið reynt að gera þessu nokkur skil. Einar H. Kvaran var, eins og kunnugt er, aðallega sögu- og leikritahöfundur. Hann orti ekki mikið. Það at- vikaðist svo, eins og hann segir sjálfur frá í formála fyrir ljóðum sínum, að hann „fór að draga andann með öðrum hætti“. Tvö kvæði hans a. m. k. eru þó þjóðkunn: „Systkinin" og „Lífsins fjöll“, og stuðla að því, eins og um fleiri kvæði, lögin við þau, enda bæði ágæt, ljóð og lög. Það er kunnugt, að sonarmissir orsakaði, að fyrra kvæðið varð til. En um „Lífsins fjöU“ er þessi saga: Fyrir mörgum árum höfðum við örfáir menn sambandsfundi með Jóhönnu konu minni. Var þá siður vor að syngja í fundar- byrjun lagið við danska jólasálminn „Det kimer nu til julefest“. sem notað hefur verið við sálminn: „Hvað boðar nýárs blessuð sól“. Svo stóð einu sinni á, að Einar H. Kvaran heyrði þetta sungið af vörum Jóhönnu á fundi með ísleifi Jónsssyni, sem þá var að byrja miðilsstarf sitt. Einari fannst lagið svo vel valið og vel til þess fallið að vekja hygð („stemning") fundarmanna, að hann orti þegar eftir fundinn kvæðið, sem hann kallaði „Lífsins fjöU“, og fékk konu minni eiginhandarrit þess, sem hér fer á eftir og ber vott um hugarlyfting hans sjálfs og innblástursáhrif af völd- um þess, sem þarna gerðist. LÍFSINS FJÖLL. Sambandsfundar-sálmur. Þín náöin, drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. I þinni birtu’ hún brosir öll. 1 bláma sé ég lífsins fjöll. Eg veit, að þú ert þar og hér, Hjá þjóöum himins, fast lijá mér, ég veit þitt ómar ástar mál, og innst i minni veiku sál. Ef gleöi-bros er gefiö mér, sú gjöf er, drottinn, öll frá þér. Og veröi’ af sorgum vot mín kinn, ég veit, aö þú ert faöir minn. Þín náöin, drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarönesk gæfa glatist öll, ég glaöur horfi’ á lífsins fjöll. Einar H. Kvaran kallaði Ijóðið „Sambandsfundar-sálm“. Hann er nú prentaður í nýju sálmabókinni (nr. 131) og sunginn í kirkj- um landsins, þó að honum sé ætlað annað lag, er síður á við. Kr. Linnet.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.