Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 49

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 49
F-tMRElÐIN INDVERSKAH BÓKMENNTIR 201 sagnabálkur Indlands, sem nefnist Mahabharata, þar fremstur í flokki. í þetta rit hafa Indverjar allra alda sótt orku og gleði, innblástur og handleiðslu um aldaraðir og gera svo enn í dag. Sjálft er ritið það lengsta, sem bókmenntasagan kann frá að greina, eða átta sinnum lengra en Dionskviða og Odysseifskviða Hómers samanlagðar. Þegar mæður og ömmur Indlands segja börnum sínum sögur, sækja þær efnið í Mahabharata. Þegar kenn- ararnir í skólum Indlands skýra fyrir námssveinum og meyjum, hvernig Indverjar eigi að breyta og haga sér í siðferðilegum efn- um, túlka þeir mál sitt með sögum úr Mahabharata. Á tímum hungursneyðar og harðræðis hefur Mahabharata verið Indverjum su líknarlind, sem þeir hafa sótt í þrótt til að lifa af hörmung- amar. Skáld og listamenn hafa fyrr og síðar ausið af nægtabrunni hessa mikla rits. Þjóðvísur Indverja og danzar, skáldrit þeirra á hinum ýmsu tungum Indlands, jafnvel kvikmyndir þær, sem Indverjar hafa gert, sækja efni og fyrirmyndir í Mahabharata. ■^hrifa þessa mikla skáldverks gætir hvarvetna í öllu þjóðlífi Ind- Verja. Mahabharata hefur orðið til og mótazt á löngum tíma, og höf- undamir hafa verið fleiri en einn. í sinni núverandi mynd er söguljóð þetta eitt hundrað þúsund erindi. Meðal annarra frægra söguljóða frá fornöld Indverja má nefna Bharata, safn helgi- sagna, um hetjudáðir og hemað, í Ijóðum, og Ramayama, um konungssoninn Rama og afrek hans. Veraldleg ljóðlist á frumtungu Indverja, sanskrít, hefst með ^ahabharata- og Ramayana-kvæðunum, en áður hafði mestmegnis Verið um trúar- og heimspekilega ljóðagerð að ræða, þar sem voru Veda-bækurnar, Brahmana-, Upanisad- og Vedanga-skáld- Htin. Fyrstu kynnin, sem Vesturlandabúar fá af indverskum skáldskap, eru þessar klassisku bókmenntir á sanskrít. Englend- iugurinn Sir William Jones þýddi fyrstur klassisk rit á sanskrít ylir á enska tungu, og árið 1789 birtust þýðingar hans á bókum indverska skáldsins Kalidasa, sem uppi var um aldamótin 100 f-Kr. Það vakti ekki litla undrun meðal bókmenntafræðinga á Vesturlöndum að finna í þessum ritum hins indverska fomskálds leikrit, sem voru fullkomnari að gerð en hin fomgrísku, efnis- rikari en hin latnesku og af meiri tilfinningahita og innsæi samin eu hin beztu í fombókmenntum Grikkja og Rómverja. Talið er, að langt þróunartímabil í veraldlegum bókmenntum hljóti að Vera að baki þeirri öld, sem Kalidasa var uppi á, enda em kunn nöfn nokkurra frægra fyrirrennara hans og sum rit þeirra. Meðal

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.