Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 74

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 74
226 KYNGLÆPIR eimreiðiN þeirra um að bæta ráð sitt, lögregla fangelsanna er hirðulaus um að halda þeim í skefjum. Og áður en langt um líður lenda þeir aftur fyrir rétt, ákærðir um sams konar afbrot og áður. Þannig heldur glæpaferillinn áfram á sama hátt upp aftur og aftur og óslitið. Sannleikurinn er sá, að með kynglæpamenn er farið allt öðru- vísi en rétt er, af því að flestir hafa svo megna andstyggð á þeim og atferli þeirra, að þeir vilja helzt ekki nálægt þeim koma eða neinu þeirra athæfi. Það er þá helzt þegar blöðin segja frá einhverjum stórglæpnum á þessu sviði með æsandi fyrirsögnum, að fólk fær allt í einu áhuga á málinu. En jafnvel þá eru miklu fleiri uppæstir af ægilegum lýsingum blaðanna en af geigvænlegri alvöru sjálfs glæpsins. Og svo þegar nýjabrumið er af blaðafrá- sögnunum, dofnar gremjan, og málið gleymist. m. Meðan ég var að undirbúa þessa grein, átti ég margar viðræður við lögreglu og aðra opinbera starfsmenn víðs vegar um landið. Það, sem ég fékk að vita hjá þeim, hefur fært mér heim sanninn um, að meðferð kynglæpamanna er í flestu byggð á úreltu og gagnslausu fyrirkomulagi. Venjan er sú, að fyrir minni háttar afbrot eru menn sektaðir — eða þá „settir inn“ og þeim síðan sleppt út aftur eins fljótt og verða má. Hér eru dæmi, sem sanna þetta: í borginni Lincoln í Nebraska- fylki var háskólastúdent nokkur tekinn og ákærður fyrir ósæmi- legt framferði á almannafæri. Hann var dæmdur í 10 dollara sekt, og síðan var honum sleppt. í Tacoma í Washington-fylki var kvik- myndahússstjóri nokkur tekinn „fyrir minni háttar kynferðis- afbrot“ og dæmdur í 10 daga varðhald. í Dayton í Ohio-fylk1 neitar móðir átta ára gamallar stúlku að halda áfram ákæru vegna glæps, sem framinn var á barninu, af ótta við óþægilegt umtal. Svipaðar sögur hafa fangaverðir að segja. Þeir hafa ógeð a kynvillingum, eins og lögreglustjórinn í Boston sagði. Sumir fangaverðir vilja alls ekkert með þá hafa. Opinberir starfsmenn á sviði löggæzlu og refsiréttar játa hreinskilnislega, að afbrot kynglæpamanna séu svo ógeðsleg, að bezt sé að þurfa ekki að koma nálægt þeim. Og hver er svo árangurinn? I New York var sjötugur maður tekinn fastur eftir að hafa eh dreng inn í kvikmyndahús. Eins og svo oft endranær í sams konar málum skorti fullnægjandi vitni. Framburður drengsins var ekk1

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.