Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 36

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 36
SKUGGI: ninn í — SNITTUÐ ÞJÖÐSAGA. — Að Kálfavík í Skötufirði, inn úr Djúpi fsafjarðar, bjó eitt sinn bóndi nokkur, Aðalbrandur að nafni Ásláksson. Hann var miðaldra maður, meinhægur, þá er þessi saga gerðist, sú, er sögð skal hér. Hversdagsmaður var hann í hvívetna, Brandur bóndi, og að einu og öllu álitinn svo sem fólk er flest. En að vissu leyti vakti bóndi þessi breiðari athygli en almennt gerist og gengur um mann í hans stétt og stöðu. Var það vegna þess, að hann hafði fest sér konu eina unga og kvongazt henni, frábærlega fríða sýnum og sjónum. Margir höfðu orðið til þess að gjóta til hennar girniaug- um, þessarar sjálegu sætu, meðan hún enn var ógefin heima í föðurhúsum, og margir höfðu beðið hennar beinlínis, en Aðalbrandur bóndi, af einskærri hundaheppni, ellegar drósar- duttlungum, orðið þeirra félaga fengsælastur. — Fór svo samt, jafnvel eftir að hún, þessi hunangskrús, var harðgift honum Brandi bónda, að sumir gátu eigi gleymt fegurð hennar, eða setið á sér, svo sem vera átti viðunanlega. Og ekki fór það fram hjá almúganum, sem ætíð bíður opinn fyrir allri byggðarymt, að djáknanum í ögri gætist betur að henni, þessari Aðalbrandar eiginkonu, en góðu hófi gengdi. — Djákninn í ögri var einn þeirra ævarandi, er lengi geyma í sér gamlar ástir, og vandi hann komur sínar í Kálfavík, stormaði þangað á strikbuxum undireins og hann frétti, að Aðalbrandur bóndi færi ferðir heiman, er ósjaldan bar við, með því hans unga Kálfavíkurkona kunni á því lagið, að minnsta kosti fyrst framan af, að hafa á bónda sínum hæfilegan eriL og aga og senda hann í sínar þarfir, oft langar leiðir, uppdiktaðra erinda. Var það mál manna, að þeirri fríðu frú þætti djákninn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.