Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 45
eimreiðin FÓRNIN 2 77 fimlegum tökum og virtist gera það áreynslulaust með öllu. Hafði áður verið liðsforingi í landhemum, en var nú leiðsögumaður hr. Trians á ferð hans um Indland. Hann sagði aldrei orð nema hann væri ávarpaður. Trian hallaði sér áfram og mælti: „Líttu eftir góðum stað, Pritam Singh, þar sem við getum numið staðar og borðað hádegisverð.“ Pritam Singh hneigði sig örlítið til þess að gefa til kynna, að hann hefði heyrt, en mælti ekki orð. Trian gretti sig. Honum geðjaðist illa að Indverjum, einkum þeim þögulu. Sjálfur var hann málrófsmaður mikill, stuttur og sver, dökkur yfirlitum og skrokkurinn allur þyngslalegur. Hann taldi sig brezkan borgara og hafði brezkt vegabréf, en einhvern veginn voru þjóðareinkennin óskýr, því að hann var jafn dökkur á hörund og Pritam Singh, með smá, svört augu og langt, kolsvart hár, gljáandi í feiti. Eins og margir með vafasamt þjóðerni gat hann aldrei setið á sér að vera að tala um ættjörð sína, um að hann kveldist af heimþrá og um að land sitt stæði öllum öðrum löndum framar. Hann talaði með fyrirlitningu um alla húðdökka kynþáttu, sem hann kallaði einu nafni „niggara", og var alltaf að setja út á það, sem fyrir augun bar. Hann virtist hafa af því ill- girnislega nautn að sjá, hversu landið var sviðið og bert, og neri öðru hvoru saman höndum af ánægju. Hann virtist halda, að með því að telja öðrum trú um, að hann væri brezkur, gæti hann breytt hinum þeldökka hörundslit sínum og kolaglóðinni í augum sér. Pritam Singh, fyrrverandi foringi í stórskotaliðinu, var að velta því fyrir sér, dálítið meinfýsinn, hvar Trian væri fæddur. Líklega undir álíka bláum himni og jafnvel í enn heitara loftslagi en hér á Indlandi. En Pritam Singh lét ekki á neinu bera. Hann kunni að haga sér, þó að undir niðri henti hann gaman að skjólstæðingi sínum. Pritam Singh sneri stóru bifreiðinni inn á hliðarstíg og ók hægt upp að kastalarústum, sem eitt sinn höfðu verið vígi. Þar hlaut að vera hægt að hvílast í skugga, og ef til vill var þar ofurlítill svali. Þar fór ferðafólkið út úr bifreiðinni, lagðist endilangt á jörðina °g teygði úr sér. Unga stúlkan geispaði, lyfti handleggjunum upp yfir höfuð og teygði úr öllum öngum, en Trian sleikti út um við að horfa á hana, náði í naktan handlegg hennar og ætlaði að draga hana til sín. „Komdu inn í skuggann, Helena,“ sagði hann og kreisti hana áfergjulega. „Annars geturðu fengið sólsting.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.