Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 81

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 81
eimreiðin RITSJÁ 313 sem sparnaðurimi er aukinn. Að visu er mikil þörf fjár til framkvæmda hér á landi og næg ónotuð tækifæri til framfara. Það borgar sig samt eklci að kaupa auknar framkvæmdir því verði, að afkomu þjóðarbúsins sé stefnt í hættu.“ Þá koma kaflarnir: Utanrikisvið- skipti 1953, Fréttaþættir og Töflur. Er í þessum köflum mikill fróðleik- ur um flest eða allt, sem við kemur afkomu þjóðarinnar á árinu 1953 og fyrra hluta ársins 1954, aðgengilega sett fram og skilmerkilega. Er óhemjumiklum fróðleik komið fyrir í stuttu máli, og flest verður þar fundið um verzlun, atvinnu og pen- ingamál, sem almenning varðar. Þetta tímarit verður vafalaust vel þegið af mörgum — og raunar öll- um. sem láta sig ,.landsins gagn og nauðsynjar" nokkru varða. Hinum unga, ötula og gáfaða ritstjóra er til alls góðs treystandi. Þor síeinn Jónsson. NJÁLS SAGA. Svo er um sögu Brennu-Njáls i hugum fulltíða íslendinga, að hún beri af flestum eða öllum Islendinga- sögum sem gull af eiri, og kemur þar til tvennt: sagan sjálf og þau hin sterku áhrif, sem hún hefur á menn, er hana lesa, ungir og næmgeðja, i fyrsta sinn —, og svo hið mikla dá- læti, sem kynslóð sú, sem vér, er nú erum fulltíða, ólumst upp með, hafði á sögunni, en það dálæti nálgaðist hjá sumum tilbeiðslu og vakti þé hug- mynd hjá oss strax í bernsku, að þar mundi um stórfenglegt verk að ræða, þar sem sagan var. Söguna lásu menn upp aftur og aftur, og man ég einn gamlan mann á æskuheimili mínu, sem þuldi upp úr henni utanbókar langa kafla, orði til orðs — og komst á meðan á þvi stóð allur á loft, svo sem yrði hann frá sér numinn, en stundum var sem á hann rynni her- serksgangur, Jiegar frásögnin var mergjuð og menguð bardögum og blóði. Er ekki um að efast, að i sög- una sóttu menn kjark og karl- mennsku, speki og mannvit mikið, dulmagnaða örlagatrú á lífsins flóknu vegum og vegleysum — og efldust í anda og skapgerð við lestur hennar. Og mætti svo enn verða vorri ungu kynslóð, sem nú fær upp í hendurn- ar hina nýútkomnu útgáfu sögunnar, þá vönduðustu, sem enn hefur á prent komið, en það er Brennu-Njáls saga (Rvík 1954) í útgáfu Einars Öl. Sveinssonar, prófessors, XII. bindi ís- lenzkra fomrita í safni því, sem Hið íslenzka fornritafélag er að láta hægt, en örugglega á þrykk út ganga, síðan árið 1933. Fyrirkomulag útgáfu þessarar af Njálu er með sama hætti og áður í safninu. Bókin hefst á löngum for- mála eftir Einar Öl. Sveinsson, rúm- ar 140 bls., svo að hér er um að ræða ritgerð mikla og girnilega til fróð- leiks lesendum, i 12 köflum, sá fyrsti um söguhetjuna Njál og annar um Gunnar að Fllíðarenda. Þriðji kafl- inn fjallar um þá spurningu, hvort söguritarinn hafi haft nokkrar ritað- ar heimildir við að styðjast um at- burði sögunnar og sá fjórði um tíma- tal atburðanna í henni. Þá er fimmti kaflinn um samanburð á Njálu og öðrum sögum og sá sjötti um aldur Njálu. Sjöundi, áttundi og níundi kaflinn fjalla um staðfræði sögunnar, leitina að höfundi hennar og um samtímann, er sagan verður til og er skráð. Tíundi kaflinn er um list sög- unnar og ellefti kaflinn um lifsskoð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.