Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 73
LEIKLISTIN
Silfurtunglið eftir H. K. Laxness.
Lokaðar dvr eftir Wolfgang Borchert.
Erfinginn eftir Ruth og Augustus Göts.
Þjóðleikhúsið hóf starfsemi
sína á þessu hausti með skop-
leik (farce) eftir Halldór Kilj-
an Laxness, skopleik, samkvæmt
umsögn hans sjálfs í viðtali við
blaðamenn, en ekki með öllu
sneyddan harmi, enda enginn
vafi á því í lokaþættinum, að
þar hefur harmleikurinn yfir-
höndina, silfurtunglið líka orð-
ið þar minnkandi tungl og
myrkvað.
Mr. Peacock, forstjóri í llni-
versal Concert Inc., London—
París—New York (gæti alveg
eins verið Moskva—Peking—
Prag), er æðsti drýsildjöfull
allrar þeirrar sýndarmennsku og
sölugræðgi, sem auðkennir viss-
ar tegundir listfyrirbæra — og
bókmennta — á vorum dögum,
og engan veginn óefnilegur full-
trúi þeirrar vitfirringar, sem
höfundurinn hyggst lýsa. Við-
skiptavinur hans og auðmjúk-
ur þjónn, Feilan Ó. Feilan, fetar
dyggilega í fótspor húsbóndans,
enda ankannalegur í meira lagi,
>,fetishisti“ með fleiru, svo sem
kvenbuxna-kómedían í þriðja
þætti vottar svo viðhafnarlega,
en fómarlamb hans, Lóa, gift
kona og móðir, bíður hræðilegt
skipbrot á sínum leyndu draum-
um og þrám og verður óafvit-
andi og óbeinlínis orsök í dauða
einkabarns þeirra hjóna. Hana
Lóa (Herdís ÞorvaldsdóttirJ og
Feilan Ó. Feilan (Rúrik Har-
aldssonJ.
dagar bókstaflega uppi í leiks-
lok, svo að hún verður að nátt-
trölli, þó að þeirrar glætu megi
kenna þar einnig, að ef til vill
takist manni hennar að leysa
20