Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 38
270 LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL eimreiðin einkum Ah Wilderness (1933) og að nokkru leyti Days witlicmt End (1934). Ah Wildfii'ness er eiginlega rómantískur leikur um fyrsta ástarævintýri drengs í smáborgarafjölskyldu í Nýja Englandi. Drengurinn er fullur af skáldagrillum, les Oscar Wilde, Swine- burne og Ibsen og hneykslar tilvonandi tengdaföður sinn með hinum háskáldlegu, stundum bersöglu pistlum, er hann sendir telpunni sinni. Afleiðing: faðir telpunnar neyðir hana til að senda honum uppsagnarbréf, en hann hefnir sín með því að fara á fyllirí og kvennafar, sem hann hefur þó ekki hug til að leika til enda. En hann kemur ekki heim fyrr en allir eru orðnir vitlausir í hræðslu um hann og þess vegna guðsfegnir, að ekki varð verra úr ævintýri hans. Hann bjóst ekki við góðu frá föður sínum, en í stað refsingar fær hann fyrstu lexíu í því, sem enskir kalla the facts of life. Af fjöl- skyldunni eru frænka og móðurbróðir minnisstæð, hún stað- föst í guðsótta og góðum siðum Nýja Englands, hann drykkju- maður, af því að hann náði aldrei í hana, en skemmtilegri en aðrir, þegar hann er fullur. Wallace Beery lék þennan móðurbróður af venjulegum ágætum í kvikmyndinni, sem af leiknum var gerð. Days Without End (1934) er um kaþólskan mann, sem kastar trú sinni og verður hálfgerður guðsafneitari, þegar foreldrar hans deyja. Svo kvænist hann og trúir þá á ástina (sbr. Welded), en tvífari hans og illur andi (sbr. Dion Ant- hony), reynir allt til að drepa þessa ást. Tækifærið býðst, þegar vinkona konu hans dregur hann á tálar og segir svo konu hans frá, án þess að nefna nafn hans. Hann segir líka frá því undir rós, svo að konan leggur tvo og tvo saman. Er hún svo veikist, þá óttast hinn betri maður hans að hún muni deyja, hinn verri maður hans vill það (eins og Galdra- Loftur gagnvart Steinunni). Þá fer hann í kaþólska kirkju, gerir bæn sína til krossins og gengur af sínum verra manni dauðum, en konunni batnar. Báðir þessir leikir virðast byggðir á minningum skáldsins, og honum leið venju betur meðan hann samdi þá. 7. öðru máli gegnir um tvo síðustu leiki skáldsins: The Iceman Cometh (1946) og A Moon for tlie Mis-Begotten
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.