Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 35
eimreiðin
LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL
267
Þó má kannske líta svo á, að leikurinn Dynamo (1929) sé
að nokkru leyti framhald af þessum trúarleikjum, því að
söguhetjan í Dynamo er látin risa upp gegn íhaldssömum
púrítana-kristindómi föður síns, taka trú á rafmagn og
dýnamó, gera þessi öfl að raf-móður veraldar og dýrka hana
með skírlífi. En hér bera þó andstæðurnar, faðir og móðir
sem goðverur, þess vott, að leikurinn er að hálfu leyti inn-
blásinn af kenningu Freuds, og einmitt sú kenning, sálrýnis-
fræðin, er grundvöllur hinna tveggja stórvirkja O’Neills,
bæði í bókstaflegum og andlegum skilningi: Strange Inter-
lude (1928) og Mourning Becomes Electra (1931). Skal nú
dvalið við þessa leiki tvo.
5. Strange Inten'lude (1928) er saga prófessorsdóttur, sem
Nína heitir. Faðir hennar hefur ekki viljað láta hana giftast
kærastanum, sem var á leið í stríðið og féll. Ástæðan: um-
hyggja á yfirborði, afbrýði undir niðri. Þegar Gordon, kær-
astinn, fellur, ásakar Nína sig fyrir að hafa ekki gefizt
honum og átt með honum barn. Til að bæta fyrir þetta
gerist hún hjúkrunarkona og gefur sjálfa sig sjúkum og fötl-
uðum hermönnum, en uppgötvar fljótt, að það hjálpar lítt
til að friða taugar hennar og samvizku. En þar kemst hún
í kunningsskap við gamlan vin Gordons, Evans, sem verður
ástfanginn af henni, og kunningja hans, Darrell lækni, sem
ráðleggur henni að ganga að eiga Evans og eiga böm með
honum. Faðir hennar er þá dáinn, en gamall húsvinur, rit-
höfundurinn Marsden, gengur henni sem næst því í föður
stað. Þessi ráð fara fram, en þegar allt er klappað og klárt,
kemur það upp úr kafi, að geðveiki er í ætt Evans, svo að
hann má ekki eiga börn. Hann veit það ekki sjálfur, en móðir
hans segir Nínu það. Þá dettur Darrell lækni það snjallræði
í hug að eiga barnið sjálfur með henni. Það á að vera í til-
raunaskyni, en tilraunin heppnast of vel, því að nú verða
bæði ástfangin hvort af öðru. Þannig býr Nína nú um hríð
með þessum tveim eða þrem mönnum, en sá fjórði er sonur
hennar og Darrells, er hún kallar Gordon, eftir fyrsta kær-
asta sínum. En þegar Gordon er fullvaxta, hefur ástin til
föður hans löngu dofnað, en móðurástin snýst í afbrýði,
þegar Gordon fær sér kærustu. Er síðasti þáttur um það,