Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 26
258
UM LISTSKÖPUN FYRR OG NÚ
eimreiðin
Hvers konar leikföng eru það, sem vér fáurn börnum vorum
í liendur? Hvers konar list og bókmenntir eru það, sem vér
gefum fólkinu? Hvers konar myndir eru það, sem vér sjáum
á sýningum nú á dögum? Til eru listamenn, sem eru svo hræddir
við klassiska fegurð, að þeir forðast hana eins og heitan eldinn,
halda víst að þeir verði bendlaðir við tilfinningavæmni, veiti
þeir slíkri fegurð nokkra viðurkenningu, og fara út í öfgar
með öll form, svo að úr verður viðurstyggilegri óskapnaður en
nokkurs staðar er að finna í sjálfri náttúrunni. Vér höfum gleymt,
að bæði leikföng og list eru þau áhrifaríkustu uppeldismeðul,
sem völ er á.
Fyrr á öldum töluðu menn um „fagrar“ listir. Einkum var
þetta mjög í tizku á rómantíska timabilinu. Ég hef áður bent
á, að fegurðarþráin sé einhver máttugasta hvöt, sem með mönn-
unum býr. Þessari þrá verður, hamingjunni sé lof, ekki útrýmt
úr sálum mannanna, til þess er hún allt of sterk. Þrátt fyrh'
allt illgresið, sem nú vex á akri listanna í stærra mæli en
nokkru sinni áður, þá er áhugi almennings fyrir þeim samt
meiri en nokkru sinni áður. En sá hluti fólksins, sem ekki
telur sig sérfræðinga í listum, og það er langsamlega meiri
hlutinn, dáir meir listaverk fyrri alda, enda þótt vanabundin
þyki, en hina ruddalegu og afkáralegu listframleiðslu nú á tim-
um. Fólkið rís nefnilega ætíð fyrr eða síðar ósjálfrátt upp gegn
öllu, sem er sjúklegs eðlis. Og afkáraskapurinn í listinni er geð-
sjúkdómur, sem því miður dregur fórnardýr sín allt of oft til
andlegs dauða, gerir þá að glópum og list þeirra að hismi og
hégóma.
Höft og bönn koma að engu gagni i þessum efnum. Endur-
bótin verður að koma af frjálsum vilja. Listamenn og rithöf-
undar bera sjálfir ábyrgð á verkum sínum, og sú ábyrgð er
geigvænleg. Skyldur þeirra til að bæta og göfga samtíð sina
eru óendanlega mikilvægar. Þeir mega því ekki lengur bregðast
henni. Sá, sem vill leggja hönd á plóginn, má ekki standa að-
gerðarlaus og bíða eftir því, að aðrir hefjist handa, heldur
byrja sjálfur. Aldrei hafa listamennirnir haft þyngri ábyrgð
að gegna en í samtíð vorri, þar sem hver höndin er upp á moti
annarri. Baráttan verður að koma innan frá í kyrrþey, þvl