Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 21
eimreiðin UM LISTSKÖPUN FYRR OG NÚ 253 enn nýr ismi, deplapentið, „pointisminn“. Málarinn Gauguin, sem var franskur að faðerni, en móðirin Kreóli frá Perú, átti Upptökin að „exotismanum“, sem var frumleg stefna og ósvikin hjá honum, en óeðlileg og afskræmisleg hjá fylgjendum hans, sem öpuðu hana eftir honum. Hin rólega, háttbundna hrynjandi i evrópskri list smitaðist af ringulslegri og duttlungafullri hrynj- andi, stafandi frá hugarfari frumstæðra, hálfvilltra þjóðflokka. Einkum hafa þessi villimannlegu tryllingsöfl náð tökum í danz- °g tónlist Evrópu upp á síðkastið og svipt hana fyrri hreinleik °g tign. Myndlist negranna hefur haft sín áhrif á málara eins og Picasso, munurinn er aðeins sá, að hjá negrunum eru töfra- áhrifin langtum sterkari en hjá þeim, sem reyna að apa eftir þeim. I expressionismanum náði sjálfslægur (egocentriskur) hugs- Unarháttur málarans hámarki sínu. Mannlegri hégómagirnd og sjálfsdýrkun var þar gefinn laus taumurinn. Menn tefldu ekki eingöngu um það að verða öllum öðrum fremri, heldur einnig una það, hver gæti komizt lengst í því að umturna öllum góð- um og gildum reglum og kasta öllum erfðavenjum í listinni á glæ. Þetta átti að heita dirfska og uppreisnarhugur, og menn voru upp með sér af öfuguggahættinum. Afleiðingin varð sú, að listin, sem samkvæmt eðli sínu lýtur föstu skipulagi og ögun, hefur lent út í upplausn og stjórnleysi, sem enn er ekki séð fyrir endann á hvert muni leiða. Sjálfsdýrkun og sérgæði getur aldrei aukið á fegurðarskynið, heldur deyfir það þvert á móti og jafnvel drepur með öllu, eins og ótal dæmi sanna. Sem afturkast gegn upplausninni bæði í gerð og rýmd mál- Verka kom svo „kúbisminn“, sem ekki leggur áherzlu á að skapa hornrétt form með beinum línum, eins og almennt er talið, heldur hitt: að sýna föst og ákveðin form með hjálp þriðju víddarinnar og rýmdarinnar í málverkinu. Síðan varð „fútúr- isrninn" til, list framtíðarinnar, sem afleiðing keppninnar um öfgarnar, þar sem hver reynir að verða öðrum meiri. Því næst komu þeir, sem þóttust skyggnir, með „surrealismann“, list hins yfirnáttúrlega, sem varð þó aldrei yfirnáttúrlegri en það, að einkenni efnishyggjunnar duldust ekki. Glundroðinn var nú orðinn svo mikill, að nú var kominn tími til að snúa aftur til hins einfalda og barnalega, enda kom nú fram í listinni ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.