Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 21

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 21
eimreiðin UM LISTSKÖPUN FYRR OG NÚ 253 enn nýr ismi, deplapentið, „pointisminn“. Málarinn Gauguin, sem var franskur að faðerni, en móðirin Kreóli frá Perú, átti Upptökin að „exotismanum“, sem var frumleg stefna og ósvikin hjá honum, en óeðlileg og afskræmisleg hjá fylgjendum hans, sem öpuðu hana eftir honum. Hin rólega, háttbundna hrynjandi i evrópskri list smitaðist af ringulslegri og duttlungafullri hrynj- andi, stafandi frá hugarfari frumstæðra, hálfvilltra þjóðflokka. Einkum hafa þessi villimannlegu tryllingsöfl náð tökum í danz- °g tónlist Evrópu upp á síðkastið og svipt hana fyrri hreinleik °g tign. Myndlist negranna hefur haft sín áhrif á málara eins og Picasso, munurinn er aðeins sá, að hjá negrunum eru töfra- áhrifin langtum sterkari en hjá þeim, sem reyna að apa eftir þeim. I expressionismanum náði sjálfslægur (egocentriskur) hugs- Unarháttur málarans hámarki sínu. Mannlegri hégómagirnd og sjálfsdýrkun var þar gefinn laus taumurinn. Menn tefldu ekki eingöngu um það að verða öllum öðrum fremri, heldur einnig una það, hver gæti komizt lengst í því að umturna öllum góð- um og gildum reglum og kasta öllum erfðavenjum í listinni á glæ. Þetta átti að heita dirfska og uppreisnarhugur, og menn voru upp með sér af öfuguggahættinum. Afleiðingin varð sú, að listin, sem samkvæmt eðli sínu lýtur föstu skipulagi og ögun, hefur lent út í upplausn og stjórnleysi, sem enn er ekki séð fyrir endann á hvert muni leiða. Sjálfsdýrkun og sérgæði getur aldrei aukið á fegurðarskynið, heldur deyfir það þvert á móti og jafnvel drepur með öllu, eins og ótal dæmi sanna. Sem afturkast gegn upplausninni bæði í gerð og rýmd mál- Verka kom svo „kúbisminn“, sem ekki leggur áherzlu á að skapa hornrétt form með beinum línum, eins og almennt er talið, heldur hitt: að sýna föst og ákveðin form með hjálp þriðju víddarinnar og rýmdarinnar í málverkinu. Síðan varð „fútúr- isrninn" til, list framtíðarinnar, sem afleiðing keppninnar um öfgarnar, þar sem hver reynir að verða öðrum meiri. Því næst komu þeir, sem þóttust skyggnir, með „surrealismann“, list hins yfirnáttúrlega, sem varð þó aldrei yfirnáttúrlegri en það, að einkenni efnishyggjunnar duldust ekki. Glundroðinn var nú orðinn svo mikill, að nú var kominn tími til að snúa aftur til hins einfalda og barnalega, enda kom nú fram í listinni ný

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.