Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 69
eimreiðin
ÓLYGINN SAGÐI MÉR
301
„Inn í garðinn!“ Fyrirlitningarhreimurinn leynir sér ekki
i rödd frú Ernu. „Já, ætli þau hafi ekki farið inn í garðinn
og rúmlega það!“
Konurnar líta allar í einu upp frá saumunum. — Hafði
Hanna í Gerði virkilega dregið eitthvað undan? Það var þó
ólíkt henni! Þær verða allar að eyrum.
„Ja, — það er ekki þar fyrir, ég sá það ekki sjálf, en það
sagði mér það manneskja, sem ég hef ekki reynt að neinu
fleipri hingað til. — Þau fóru inn í garðinn og bak við húsið
-----og — og svo var kveikt í herberginu hans og rúllu-
gardínan dregin niður!“
Prestsfrúin og kaupfélagsstjórafrúin súpa hveljur af
áfergju, en það er eins og frú Soffíu hafi verið gefið utan
undir. Alltaf skyldi hún láta Ernu snúa á sig — þessa kjafta-
tívu!
„-----Og svo var ljósið slökkt í herberginu!“
Prestsfrúin, gömul leiksystir Dóru í Haga, getur ekki orða
bundizt:
„O, bannsett breddan — þetta var henni líkt!“
Augu frú Ernu glóa eins og kolamolar. Hún þurrkar móð-
una vandlega af gleraugunum. Hendurnar titra lítið eitt.
Hún hálf-hvíslar framhaldinu:
„Eftir korter — segi og skrifa korter — var kveikt aftur
og fimm mínútum seinna var Dóra komin út á götuna.“
Það fer hrollur um frúrnar.
„Og hvað haldið þið, að sú litla geri? — Hvað annað en
beina leið inn götu, niður á bryggju og um borð í Færeying-
inn! — Svona er nú æskulýðurinn hérna í bænum. Ekki má
það minna kosta! — Og það er sagt, að Sigga systir hennar
sé að verða alveg eins. — Hugsið ykkur bara, fjórtán ára
barnið! En þær eiga svo sem ekki langt að sækja það, þessar
systur!“
Sigga í Haga er sett undir smásjána dálitla stund. Það er
drukkið meira kaffi, borðaðar kökur, gyðingakökur, vanillu-
hringir, terta — reyktar sígarettur, heklaðar dúllur, saumað
í dúka og masað, rétt svona eins og gengur, um allt og alla,
sem ekki eru viðstaddir, eða venzlaðir.
Auðvitað eru umræðurnar algjört trúnaðarmál, enda svo