Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 69

Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 69
eimreiðin ÓLYGINN SAGÐI MÉR 301 „Inn í garðinn!“ Fyrirlitningarhreimurinn leynir sér ekki i rödd frú Ernu. „Já, ætli þau hafi ekki farið inn í garðinn og rúmlega það!“ Konurnar líta allar í einu upp frá saumunum. — Hafði Hanna í Gerði virkilega dregið eitthvað undan? Það var þó ólíkt henni! Þær verða allar að eyrum. „Ja, — það er ekki þar fyrir, ég sá það ekki sjálf, en það sagði mér það manneskja, sem ég hef ekki reynt að neinu fleipri hingað til. — Þau fóru inn í garðinn og bak við húsið -----og — og svo var kveikt í herberginu hans og rúllu- gardínan dregin niður!“ Prestsfrúin og kaupfélagsstjórafrúin súpa hveljur af áfergju, en það er eins og frú Soffíu hafi verið gefið utan undir. Alltaf skyldi hún láta Ernu snúa á sig — þessa kjafta- tívu! „-----Og svo var ljósið slökkt í herberginu!“ Prestsfrúin, gömul leiksystir Dóru í Haga, getur ekki orða bundizt: „O, bannsett breddan — þetta var henni líkt!“ Augu frú Ernu glóa eins og kolamolar. Hún þurrkar móð- una vandlega af gleraugunum. Hendurnar titra lítið eitt. Hún hálf-hvíslar framhaldinu: „Eftir korter — segi og skrifa korter — var kveikt aftur og fimm mínútum seinna var Dóra komin út á götuna.“ Það fer hrollur um frúrnar. „Og hvað haldið þið, að sú litla geri? — Hvað annað en beina leið inn götu, niður á bryggju og um borð í Færeying- inn! — Svona er nú æskulýðurinn hérna í bænum. Ekki má það minna kosta! — Og það er sagt, að Sigga systir hennar sé að verða alveg eins. — Hugsið ykkur bara, fjórtán ára barnið! En þær eiga svo sem ekki langt að sækja það, þessar systur!“ Sigga í Haga er sett undir smásjána dálitla stund. Það er drukkið meira kaffi, borðaðar kökur, gyðingakökur, vanillu- hringir, terta — reyktar sígarettur, heklaðar dúllur, saumað í dúka og masað, rétt svona eins og gengur, um allt og alla, sem ekki eru viðstaddir, eða venzlaðir. Auðvitað eru umræðurnar algjört trúnaðarmál, enda svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.