Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 24
256 UM LISTSKÖPUN FYRR OG NU EIMREIÐIN dýrkar sem guð, er í raun og veru ekkert annað en aumkunar- legur vesalingur, enda þótt stór sé í heimsins augum. En hinn, sem gleymdi sjálfum sér yfir því að skapa listaverk guði til dýrðar, eins og til dæmis óþekktu listamennirnir, sem reistu dómkirkjuna í Chartres gerðu, hann getur ekki aðeins komizt hærra en hann sjálfan nokkru sinni óraði fyrir, heldur einnig hærra en nokkur mannlegur máttur fær lyft honum. Þessa sjálfri sér samkvæmu öfugþróun út í alger gjaldþrot í list, svo sem ég hef lýst, verður auðveldara að skilja með því að bera saman lifnaðarháttu nútíðarmanna og forfeðra vorra. Fyrr á öldum lifðu menn í miklu nánari tengslum við ósnortna náttúruna og öfl hennar en nú. Tilvera forfeðra vorra grund- vallaðist miklu meira á meðkennd, í baráttunni við náttúruöflin og villidýrin í skauti náttúrunnar, en nú þekkist í hinum svo- kallaða menntaða heimi. Þá voru uppi spámenn og sjáendur, sem stóðu í beinu sambandi við ósýnilegan heim. Þeir heyrðu guðs raust, sem talaði til þeirra. Þeir sáu fyrir óorðna hluti, eins og til dæmis Daníel spámaður fyrir meir en tvö þúsund og fimm hundruð árum, er hann lýsti út i æsar, hvernig styrjaldir eru háðar á vorum dögum. Nútímamaðurinn lifir í upphituðum húsum, verndaður fyrii' náttúruöflunum. Hann þarf ekki lengur að hvessa skilningar- vitin í baráttunni gegn þeim öflum. En í upphafi voru skiln- ingarvit hans eins skörp og villtra dýranna. Smáfugl, sem er fæddur hér í grenndinni, kemur aftur á hverju vori til hehn- kynna sinna hér, alla leið frá Egyptalandi. Hann er bæði landa- bréfa- og áttavitalaus á þessum ferðalögum, en án þessara tækja gætum vér menn, með vor úrkynjuðu skynfæri, ekki komizt fram né aftur þessa leið. Hundur hefur upp á húsbónda sínum með því að rekja spor hans með þeffærunum, en húsbóndi hans, sem reykir, veit ekki hversu það loft er spillt, er hann andar að sér. Með síma, sjónvarpi og útvarpi reynir nútímamaðurinn að bæta sér upp sín eigin hrörnandi skilningarvit. Hann heyrir ekki lengur guðs raust, og þá er ekki að furða, þótt hann reym að neita tilveru hennar. Hann viðurkennir hvort sem er ekki annað en það, sem hann getur gengið úr skugga um með sínum ófullkomnu skynfærum. Vér erum orðnir að bóklærðum efnis- dýrkendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.