Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 83

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 83
eimreiðin RITSJÁ 315 sem ætið eru til og hafa verið til með vorri þjóð sem öðrum, réttlætir ekki svo harðan dóm sem þennan um íslenzkar konur. Kann að vera, að beiskyrði slík geti vakið og styrkt sjálfsvirðingu vora, sem vissulega er oft ærið veik, en þó þarf þar meira til. Land vort og þjóð fær ekki af hnettinum flúið né útilokað samneyti 'dð önnur lönd og þjóðir. Það er ekki hægt á vorri öld hraðans í tima og rúmi. Hitt verður ekki of oft hrýnt fyrir oss, að kunna að gæta sjélfs- virðingar og þjóðarsóma í hvivetna. Enda mun sú vera tilætlun Braga, að brýna þetta fyrir þjóð sinni. 1 þessari bók hans eru nokkur mjög góð kvæði, svo sem „Ferð allra ferða“, sem er spakleg mannlifsmynd, búin skörpum skilningi á því, hver séu sönn verð- mæti lifsins og hver hégóminn einn og hismið tómt, svo sem þessi tvö erindi sýna: Hvað var gullsins gróði, glamurlof á stræti, vald, sem varð að hjómi, vegsins svikna pund, móti lækjarljóði, litla fuglsins kæti, daggardjásni á blómi. dýrð um morgunstund? Drambsins dufti og ryki dreifði mildur svali, stig\rél heimsku og hroka hann af fótum skar. Björtu geislabliki brá um feðrasali. Skilningsleið til loka loksins gengin var. Aðalsmerki góðs óðsmiðs eru á kvæðinu „Vor“, sem hefst á þessum ljóðlinum: Mjúkum lófum mildur vorsins þeyr á meyjarbrjóstum ungrar jarðar tekur-----. Og í kvæðinu „Jafndægur á hausti í Þingeyjarþingi" er þessi lýsing á aðför vetrar: Seld og rýmd er sumarlandsins höll, um silfurmöttluð Grisatungufjöll grúfir koldimm kólguskýjasmiði. Symfóniu hausts við heiðaveg hálfum rómi, föl og dapurleg, veina móasef og vetrarkviði. Skáldið ann, sem i fyrri bókum sinum, yrkisefnum úr gömlum ævin- týrum og sögnum, um dapurleg örlög og dimm. Svo er í kvæðinu „Stúlkan í Hallmundarhrauni“, sem er mátt- ugt kvæði, stuttort, ramlega meitlað að máli og stil, ömurleg ævisaga i örfáum stuðluðum setningum. Bragi Sigurjónsson hefur enn aukið á skáldhróður sinn með þessari nýju ljóðabók. Honum liggur mikið á hjarta og flytur það þannig, að vek- ur að jafnaði athygli lesandans og heillar hug hans. Sv. S. FYRIR KÓNGSINS MEKT. Sjón- leikur í fjórum þáttum, eftir SigurS Einarsson. Rvík 1954 (H.f. Leiftur). Erfðahyllingin í Kópavogi árið 1662 er einn sá atburður i Islands- sögu, sem djúptækust áhrif hefur haft og mun hafa á hvern ungan Islend- ing, sem kynnist i fyrsta sinn sögu þjóðar sinnar, jafnt karl sem konu, meðan ættjarðarást bærist i brjóstum landsins barna. En sú kennd hefur jafnan verið sterk með þjóðinni. — Erfðahyllinguna 1662 hefur Sigurður Einarsson gert að hástigi —- „climax" — sjónleiks síns, sem hann skirir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.