Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 46
278
FÖRNIN
eimreiðin
Stúlkan losaði sig úr greipum hans, kuldaleg á svip, og færði sig
inn í skuggann til gömlu konunnar. Henni gazt ekki að þessum
Trian. Það voru ýms leiðindi því samfara að vera ferðafélagi frú
Jordan, systur hans, en það var of seint að hugsa um það nú.
Flutningsvagn, sem hafði jafnan verið í hæfilegri fjarlægð á
eftir fólksbifreiðinni, kom nú upp stíginn og staðnæmdist við
rústirnar. Tveir þjónar komu út úr vagninum með matarkörfur
og ábreiður. Þeir breiddu dúka á grasið og röðuðu matnum á þá.
Þetta voru þaulvanir framreiðslumenn.
Frú Jordan, sem til þessa hafði ekki mælt orð af vörum, horfði
soltnum augum á matinn og tók þegar í ákafa að troða upp í sig
með fingrunum smurðu brauði.
Helena horfði á hana, með samblandi af meðaumkun og við-
bjóði í svipnum. Pritam Singh stóð álengdar. Bláa skyrtan hans
var opin í hálsmálið. Hann stóð þarna og horfði út í tómið. Þessi
fjarræni bragur, sem yfir honum hvíldi, verkaði eins og veggur
milli hans og ferðafólksins.
Alla leiðina í bílnum hafði Trian sífellt verið að tala um Ind-
verja, siði þeirra og trúarbrögð, og mátti auðveldlega kenna lítils-
virðingar í röddinni. En Pritam Singh hafði stöðugt leitt skraf
hans hjá sér með stakri kurteisi. Helena dáðist að honum. Stóð
honum ef til vill alveg á sama um hvað sagt var, eða var hann
kannske að grímuklæða sinn innri mann gagnvart útlendingunum?
Rósemi hans virtist hafa æsandi áhrif á Trian. Honum fannst
hann þurfa að kveða fastara að orði.
„Þetta er auma landið,“ sagði hann með fyrirlitningu, „og
þykist geta verið sjálfstætt! Já, ekki vantar það, nú geta landar
þínir drepizt úr hungri í friði, án útlendrar íhlutunar."
Pritam Singh sat sem áður hljóður og svaraði ekki. Gremjan
sauð í Trian. Gat hann ekki svarað, þessi steingervingslegi Ind-
verji? Hann skyldi verða að svara. Ég skal fá blóðið til að þjóta
fram í kinnarnar á þessum þrjót. Ég skal fá augu hans til að
skjóta gneistum, hugsaði Trian, veifaði hendinni, benti á skrælnaða
jörðina og hélt áfram:
„Hungursneyð, flóð, farsóttir, eymd og alls konar spilling, fólks-
mergðin húsnæðis- og matarlaus, af þessu getið þið státað. Síðan
við fórum héðan, hefur skort allan aga. í staðinn hafið þið ekki
fengið annað en valdagráðuga stjórnmálamenn til að rífast við
án árangurs. Og svo dirfist þið að setjast í alþjóðaöryggisráð til
þess að segja öllum heiminum fyrir verkum, — þið með öll ykkav