Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 57
eimreiðin LlTIÐ BROT ÚR LÍFSINS BÖK 289 hríð og líka hljóma sem ljúfasta þagnarmál tímans. En við slíka staðháttu getur heyrn manna og dýra orðið ótrúlega næm, einkum á síðkvöldum, og svo reyndist hér.--------- Þegar fólkið hafði legið fyrir stundarkorn, og sumum var farið að renna í brjóst, hrukku menn upp við, að Gunna hvíslaði flumósa: „Hva — hvað er þetta?“ Og í sama mund heyrðust hundarnir reka upp athugul og undir- furðuleg bofs frammi í bænum. — Allir hlustuðu. — Jú, þetta var eitthvað. Óljóst fótatak og óljóst þruðl blandaðist hvað við annað — eða hvað? — Enn leið nokkur stund. Hundarnir hertu snerruna og fundu sig brátt knúða, skyldu sinnar vegna, til að taka sér varðstöðu í bæjardyrum og geltu þar allt hvað af tók. Og nú heyrist glöggt, að þeim var svarað að utan með eins konar gaggi. „Þetta er bara tófufjandi,“ sagði Dabbi. „Ó-nei, maður nrun það vera,“ sagði Runki, „og það meira að segja kvenmaður, annaðhvort vitlaus eða afturgengin.“ Og hann fór að tína á sig spjarirnar og tauta um, að þarna kæmi sennilega skýringin á hinu sviplega fráfalli skálarinnar hans Torfa litla. „Og svo fær blessaður stúfurinn hirtingu fyrir vikið.“ Nú heyrðu allir, að hlaupið var hratt heim að bænum, upp í bæjarsundið, og síðan grenjað allhvatskeytlega inn um gluggann: ..Opniði bæinn — fljótt.“ Varð nú allt í uppnámi. Allir fóru að klæða sig, enda afsagði Runki að ganga einn til dyra, því að hann kvaðst ekki vita, hvort hér væri maður eða fjandi á ferð. En sá, sem úti var, endurtók skipun sína í sífellu með hraðvaxandi áfergju, og kjaft- ®ði hundanna varð með hverri sekúndu stórfelldara. Vaknaði nú Torfi litli með ofsahræðslu, því að hann hélt, að Loðinbarði og Gilitrutt væru komin til að taka mömmu sína í jólamatinn. Var Rú aftur kveikt, en karlar gengu til dyra. Komu þeir aftur að vörmu spori, og í fylgd með þeim vitskert stúlka neðan úr sveit, fáklædd nokkuð og berhöfðuð. Hafði hún sloppið úr gæzlu fyrir tveim sólarhringum, að því er síðar vitnaðist, en var þó enn all- spræk og mjög málóði. Lézt hún vera í grenjaleit fyrir bróður sinn og geisaði mjög. Tókst þó innan stundar að fá hana til að Rærast og koma henni í værð. En þegar um nóttina var Dabbi sendur niður í sveit til að gera aðvart um ferðalag hennar, og var hún sótt daginn eftir. Atburður þessi olli allmikilli truflun í kotinu, sem eðlilegt var. Bárst hann oft í tal um veturinn, og einkum varð hann Torfa 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.