Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 57
eimreiðin
LlTIÐ BROT ÚR LÍFSINS BÖK
289
hríð og líka hljóma sem ljúfasta þagnarmál tímans. En við slíka
staðháttu getur heyrn manna og dýra orðið ótrúlega næm, einkum
á síðkvöldum, og svo reyndist hér.---------
Þegar fólkið hafði legið fyrir stundarkorn, og sumum var farið
að renna í brjóst, hrukku menn upp við, að Gunna hvíslaði
flumósa: „Hva — hvað er þetta?“
Og í sama mund heyrðust hundarnir reka upp athugul og undir-
furðuleg bofs frammi í bænum. — Allir hlustuðu. — Jú, þetta
var eitthvað. Óljóst fótatak og óljóst þruðl blandaðist hvað við
annað — eða hvað? — Enn leið nokkur stund. Hundarnir hertu
snerruna og fundu sig brátt knúða, skyldu sinnar vegna, til að
taka sér varðstöðu í bæjardyrum og geltu þar allt hvað af tók.
Og nú heyrist glöggt, að þeim var svarað að utan með eins konar
gaggi.
„Þetta er bara tófufjandi,“ sagði Dabbi. „Ó-nei, maður
nrun það vera,“ sagði Runki, „og það meira að segja kvenmaður,
annaðhvort vitlaus eða afturgengin.“ Og hann fór að tína á sig
spjarirnar og tauta um, að þarna kæmi sennilega skýringin á
hinu sviplega fráfalli skálarinnar hans Torfa litla. „Og svo fær
blessaður stúfurinn hirtingu fyrir vikið.“
Nú heyrðu allir, að hlaupið var hratt heim að bænum, upp í
bæjarsundið, og síðan grenjað allhvatskeytlega inn um gluggann:
..Opniði bæinn — fljótt.“
Varð nú allt í uppnámi. Allir fóru að klæða sig, enda
afsagði Runki að ganga einn til dyra, því að hann kvaðst ekki
vita, hvort hér væri maður eða fjandi á ferð. En sá, sem úti var,
endurtók skipun sína í sífellu með hraðvaxandi áfergju, og kjaft-
®ði hundanna varð með hverri sekúndu stórfelldara. Vaknaði nú
Torfi litli með ofsahræðslu, því að hann hélt, að Loðinbarði og
Gilitrutt væru komin til að taka mömmu sína í jólamatinn. Var
Rú aftur kveikt, en karlar gengu til dyra. Komu þeir aftur að
vörmu spori, og í fylgd með þeim vitskert stúlka neðan úr sveit,
fáklædd nokkuð og berhöfðuð. Hafði hún sloppið úr gæzlu fyrir
tveim sólarhringum, að því er síðar vitnaðist, en var þó enn all-
spræk og mjög málóði. Lézt hún vera í grenjaleit fyrir bróður
sinn og geisaði mjög. Tókst þó innan stundar að fá hana til að
Rærast og koma henni í værð. En þegar um nóttina var Dabbi
sendur niður í sveit til að gera aðvart um ferðalag hennar, og
var hún sótt daginn eftir.
Atburður þessi olli allmikilli truflun í kotinu, sem eðlilegt var.
Bárst hann oft í tal um veturinn, og einkum varð hann Torfa
19