Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 19
eimreiðin UM LISTSKÖPUN FYRR OG NO 251 Listamaðurinn á þá ekkert lengur til að gefa fólkinu, því sjálfur er hann andlega blásnauður maður. Þar sem göfgi hjartans er Riyrt og grafin, er jörðin í eyði og tóm og myrkur yfir djúp- unum. Listin er komin í ógöngur og langt frá upprunalegum tilgangi sinum. Þetta er ömurlegt, en því miður satt, þótt ekki sé til sóma evrópskri menningu. Vér skelfumst af villimennsku mið- aldanna, er vér lesum um, að rannsóknarrétturinn hafi kvalið lífið úr tugþúsundum manna. En vér skelfumst ekki á sama hátt gagnvart vorri eigin öld, vorum vitræna, jökulkalda heimi, sem sendir í dauðann á vígvöllunum milljónir manna á bezta aldri, ásamt milljónum annarra varnarlausra borgara heima fyrir. Ekkert tímabil í sögu mannkynsins hefur verið öllu óheppi- legra fyrir listarstarfsemi en það, sem nú lifum vér á. Flótti h'á náttúrlegum lifnaðarháttum hefur leitt til þess, að menn hafa glatað næmi sínu á fegurð og skilningnum á því, sem er náttúrlegt. Fyrir sjónum hins sjálfselskufulla verður allt um- hverfið ljótt og kalt. Kærleikurinn opnar oss hliðin að ríki feg- urðarinnar. Þetta getur hver og einn gengið úr skugga um sjálfur, svo sem þegar hann verður ástfanginn í fyrsta sinn. Hinn óeigingjarni kærleikur, sem kristnin boðar, birtir oss háleitar andlegar fegurðaropinberanir. Efnishyggjan nær aldrei dýpra en að yfirborði hlutanna. Listþróunin hefur orðið neikvæð, færzt í yfirborðslegt, abstrakt form, frá því að vera djúpstæð tjáning á andlegum verðmætum og sálrænu starfi. Lífið, eins og það opinberast fyrir innri sjón- um vorum, hefur horfið úr málaralistinni, en eftir orðið aðeins útflúr, sem er ekkert listaverk í sjálfu sér. Sérhæfingin var áður aðeins tæki, en hefur aldrei fyrr en nú orðið að takmarki í listinni. En á meðan lifandi og hugsandi mannverur byggja þessa jörð, hlýtur takmark listarinnar ávallt að vera að lýsa sjálfu lífinu og undrum þess. Gervimennskan á þessari efnishyggjuöld, sem vér lifum á, hefur þó þrátt fyrir allt gert listinni nokkurt gagn. Hún hefur skýrt sjónarmiðin bæði í sálfræðilegum og tæknilegum skiln- ingi. Ég vil í stuttu máli rekja þetta nánar, einkum hina eðli- iegu afleiðingu af hinum svokölluðu ismum í listum, en þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.