Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 11
eimreiðin
LJÓS HEIMSINS
243
vsegi komu hans rætzt fullkomlega. Ljósið úr austri hefur orðið
hið milda ljós, sem lýst hefur heiminum um aldir.
Þau atvik koma fyrir í lífi flestra, að þau opna augu þeirra
fyrir eigin mistökum. Vér sjáum hve seint oss miðar, hve skammt
er komið óleiðis. Ars longa, vita brevis, listin er löng, en lífið
stutt, er mikilvægt umhugsunarefni hverjum manni. Aldrei
verður sannleiki þessara orða oss skýrari en í ljósi fagnaðar-
boðskapar jólanna. 1 því ljósi sjáum vér eigin ófullkomleik betur
en ella.
Öll hin langa, torsótta og skrykkjótta ganga vor mannanna
um völundarhús tilverunnar er leit að ljósi. Vissulega gengur
sú leit oft grátlega seint. En ljósleitin er dásamlegt hlutverk,
því að ljósið er ímynd og tákn hinnar æðstu hugsjónar um fegurð,
vizku og mátt, eins og þetta þrennt opinberast i fagnaðarboðskap
jólanna.
Um ljós efnisheimsins hafa verið ritaðar margar bækur, og
heil vísindagrein, ljósfræðin, fjallar um þau flóknu og vanda-
sömu efni, hvað Ijósið sé, um verkanir þess, einkenni og eigin-
leika. Oss er sagt, að ljósið sé rafsegulöldur eða lýsandi geisla-
°rka, sem verki á regnbogahimnu augans og valdi sjónskynj-
unum. En vér vitum einnig, að það er ekki nema tiltölulega
uijög takmarkaður hluti ölduhreyfinga ljóssins, sem augu vor
fá skynjað. f litrófi ljóssins eru ósýnilegir geislar báðu megin
við hið sýnilega litróf, sem heita ýmsum nöfnum, útfjólubláir
geislar, x-geislar, gammageislar og geimgeislar annars vegar og
utrauðir geislar, Hertzöldur og radíó-öldur hins vegar. Sumir
eru þeim hæfileikum gæddir, að þeir geta séð suma þá geisla,
sem annars eru ósýnilegir í litrófinu. Þessir menn eru það, sem
kallað er skyggnir menn eða ófreskir. Og enn eru aðrir, sem fá
skynjað hljóðöldur langt fram yfir það, sem venjuleg eyru fá
áorkað. Þeir eru gæddir dulheyrn. Vér tölum um hljóðöldur,
rafmagnsöldur, ljósöldur o. s. frv., og vitum, að útfjólubláu ljós-
öldunum hefur verið skipt í margs konar deildir, x-geislunum,
gamma- og geimgeislunum einnig, en vér vitum í rauninni harla
Htið um eigindir þeirra og áhrif. Vér látum sérfræðingana um
að kryfja þau mál til mergjar. Vér vitum það eitt, að efnisheim-
Orinn er magnþrunginn óteljandi tegundum geisla, og oss
feynist erfitt að finna takmörkin fyrir því, hvar geislaorku