Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 30
262 LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL EIMREIÐIN an, varð honum drjúgur efniviður í allmörg leikrit, einkum hin fyrstu og hið síðasta, Tlie Iceman Cometli, sem er um róna í New York. Blaðamennsku reyndi hann í New London, Connecticut, en varð þá veikur í lungum og fór á heilsuhæli sex mánuði. Þessi tími varð þó síður en svo ónýtur honum, því að hér greip hann löngunin til að skrifa, og samdi hann þá á næstunni ellefu einþáttunga og tvö löng leikrit. Skóla- nám hans var heldur á hlaupum, þó var hann eitt ár í Prince- ton og annað í Harvard, þar sem hann reit leikrit. Árið 1926 gerði Yale-háskóli hann að heiðursdoktor í bókmenntum. Fyrstu leikfrægð sína vann hann í Warf Theater í Pro- vincetown með Bound East for Cardiff (1916). Frá Province- town lá leið hans til Greenwich Village, New York, og þaðan á Broadway, og var þá skammt til heimsfrægðar. Þegar frægðin kom, fór Hollywood að bjóða í hann, en hann hafði engan áhuga á kvikmyndalist, þótt nokkur leikrit hans væru kvikmynduð. Auk leiklistarinnar, eða réttara leikritunar, fékkst O’Neill nokkuð við ljóðagerð, en ekki töldu menn hana auka við hróður hans. I leikritunum lagði hann sig líka eftir ljóðastil, en þótti takast misjafnlega. Frá því fyrsta lýsir O’Neill oft viðkvæmum manni, sem stingur í stúf við þykkskinnungana, félaga sína. Þessi maður er dreyminn, feiminn, gengur með skáldagrillur og er vís að fara á túr til að drekkja sorgum sínum. Það er lítill vafi, að í þessum manni lýsir hann sjálfum sér. Sennilega hefui’ O’Neill sem unglingur kastað kaþólskunni, enda víkur hann beint að því í einu leikriti (Days imthout End), en auk þess eru mörg leikrit hans tilraunir til að fylla skarð það, er hin kaþólska trú hafði skilið eftir í huga hans. Á yngri árum var hann sósíalisti, en eftir að hann fór að skrifa, virðist hann lítinn áhuga hafa haft á þeirri úrlausn, ekki trúað á hana. Á beztu þroskaárum sínum gerði hann hverja til- raunina á fætur annarri að gæða leikrit sín heitri og djúpn trúarreynslu, en með því að djöfull efans virðist aldrei hafa vikið frá honum sjálfum, er skiljanlegt, að tómahljóð verði stundum í þessum lofsöngum hans, og getur hann þá stundum minnt á Laxness í kaþólsku. Annars reyndi hann að fylgía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.