Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 30

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 30
262 LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL EIMREIÐIN an, varð honum drjúgur efniviður í allmörg leikrit, einkum hin fyrstu og hið síðasta, Tlie Iceman Cometli, sem er um róna í New York. Blaðamennsku reyndi hann í New London, Connecticut, en varð þá veikur í lungum og fór á heilsuhæli sex mánuði. Þessi tími varð þó síður en svo ónýtur honum, því að hér greip hann löngunin til að skrifa, og samdi hann þá á næstunni ellefu einþáttunga og tvö löng leikrit. Skóla- nám hans var heldur á hlaupum, þó var hann eitt ár í Prince- ton og annað í Harvard, þar sem hann reit leikrit. Árið 1926 gerði Yale-háskóli hann að heiðursdoktor í bókmenntum. Fyrstu leikfrægð sína vann hann í Warf Theater í Pro- vincetown með Bound East for Cardiff (1916). Frá Province- town lá leið hans til Greenwich Village, New York, og þaðan á Broadway, og var þá skammt til heimsfrægðar. Þegar frægðin kom, fór Hollywood að bjóða í hann, en hann hafði engan áhuga á kvikmyndalist, þótt nokkur leikrit hans væru kvikmynduð. Auk leiklistarinnar, eða réttara leikritunar, fékkst O’Neill nokkuð við ljóðagerð, en ekki töldu menn hana auka við hróður hans. I leikritunum lagði hann sig líka eftir ljóðastil, en þótti takast misjafnlega. Frá því fyrsta lýsir O’Neill oft viðkvæmum manni, sem stingur í stúf við þykkskinnungana, félaga sína. Þessi maður er dreyminn, feiminn, gengur með skáldagrillur og er vís að fara á túr til að drekkja sorgum sínum. Það er lítill vafi, að í þessum manni lýsir hann sjálfum sér. Sennilega hefui’ O’Neill sem unglingur kastað kaþólskunni, enda víkur hann beint að því í einu leikriti (Days imthout End), en auk þess eru mörg leikrit hans tilraunir til að fylla skarð það, er hin kaþólska trú hafði skilið eftir í huga hans. Á yngri árum var hann sósíalisti, en eftir að hann fór að skrifa, virðist hann lítinn áhuga hafa haft á þeirri úrlausn, ekki trúað á hana. Á beztu þroskaárum sínum gerði hann hverja til- raunina á fætur annarri að gæða leikrit sín heitri og djúpn trúarreynslu, en með því að djöfull efans virðist aldrei hafa vikið frá honum sjálfum, er skiljanlegt, að tómahljóð verði stundum í þessum lofsöngum hans, og getur hann þá stundum minnt á Laxness í kaþólsku. Annars reyndi hann að fylgía

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.