Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 47
eimreiðin FÓRNIN 279 óþrif. Þvílík takmarkalaus ósvífni, að þykjast vera að ráðleggja öðrum, hvað eigi að gera og hvernig. Ja, svei!“ Sem snöggvast leit út fyrir, að Pritam Singh mundi kasta sér yfir Trian og herða að feitum hálsi hans í sínum löngu greipum, en brátt hætti hann að kreppa hnefana og sagði á sinni lýtalausu ensku: „Ég hygg, að bezt sé nú að leggja af stað, ef við eigum að ná til Dak-þorpsins fyrir myrkur.“ Frú Jordan horfði af einum á annan, svo sem hún vildi sætta þá. Svo sagði hún með eftirvæntingu á sauðarlegu andlitinu: .,Gætuð þér ekki sagt okkur eitthvað fróðlegt um þetta kastala- vígi hérna, Pritam?“ Pritam leit á hana og brosti: „Þetta er bara gamalt og úr sér gengið vígi,“ sagði hann, „en þorpin hérna umhverfis eru harla girnileg til fróðleiks, því að þar voru þeir vanir að fórna regn- guðnum mönnum, þegar þurrkar höfðu staðið lengi. Nú er þetta auðvitað bannað með lögum, en margir þessara þorpsbúa eru enn sannfærðir um, að hungursneyð, sem nú geisar, hefði aldrei komið, ef þeir hefðu fórnað nógu snemma.“ Frú Jordan rak upp undrunar og hræðsluóp: „Þér eigið þó ekki við, að þeir hafi fórnað lifandi mönnum?“ „Hvernig gátu þeir fengið annað eins af sér?“ sagði Helena í lágum hljóðum. Pritam Singh yppti öxlum um leið og hann settist við stýrið: „Það fer nú eftir því, hvernig á er litið, — hér var um eitt mannslíf að ræða til þess að bjarga hundruðum annarra manns- lífa. Hér hjá okkur er það talin villimennska að senda menn til að drepa fólk í öðrum löndum, sem við eigum ekkert sökótt við. Auk þess er nú langt síðan þessar mannfórnir tíðkuðust.“ „Þú ætlar þó ekki að leggja að jöfnu þessar villimannlegu helgi- athafnir fákunnandi kynþáttar og skipulagða sókn og vörn nútíma- hernaðar ?“ sagði Trian með þjósti. „Þá er bezt að halda áfram,“ tautaði Pritam Singh, en lét sem hann heyrði ekki það, sem Trian sagði. Bifreiðin skreið mjúklega af stað. Hún er dásamleg, hugsaði hann. Aldrei fæ ég aftur tæki- færi til að aka svo fullkomnu farartæki. Hann einbeitti huganum að veginum framundan og var þungur á brún. Hvað skyldi annars þessi fitukeppur setja í blaðið sitt um land mitt og þjóð? Landið umhverfis var með öllu gróðurlaust. Hér og þar stóðu visin tré og teygðu berar og blaðlausar greinarnar upp í blátt himinhvolfið. Á víð og dreif gat að líta kofaþyrpingar. Þar var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.