Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 66
298
ÓLYGINN SAGÐI MÉR
eimreiðin
aði. Þó var langt í frá, að þorpsbúar væru búnir að fyrirgefa
Bertu, að hún, dóttir Kötu í Innri-Vík, blásnauðrar ekkju,
sem hafði verið á hreppnum síðastliðinn áratug, skyldi leyfa
sér að nappa sjálfan sóknarprestinn, fínan mann að sunnan!
Þær voru svo sem nógu sleiktar við Bertu sjálfa, kerling-
arnar. En fljótlega fór það að kvisast, að séra Öfeigur væri
ekki meira en svo ánægður í hnappheldunni. Ólyginn hafði
jafnvel fullyrt, að guðsmaðurinn liti í kringum sig, þegar
tækifæri byðist, jafnvel meira en góðu hófi gegndi. En slíkar
sögur fóru ekki hátt. Og eitt var að minnsta kosti víst, að
frúrnar í þorpinu gátu vel heimsótt frú Bertu, drukkið hjá
henni kaffisopa og spjallað um daginn og veginn, þrátt fyrir
allar hvíslingar. Svo var líka mál með vexti, að frú Berta,
sem sjálf hafði verið aðalumræðuefni ótal saumaklúbba og
var meira að segja hreint ekki ókunnugt um það sjálfri, var
engu síður gefin fyrir að láta gamminn geisa en kynsystur
hennar. Hún þótti jafnvel hafa hvassari tungu en flestar
og taka meira upp í sig en sumum fannst viðeigandi af konu
í hennar stöðu.
Betri stofan á prestssetrinu — Kirkjuhvoli — er uppljóm-
uð. Séra Ófeigur hefur farið inn á Dal að skíra barn og er
ókominn enn, og það er saumaklúbbur hjá frú Bertu. 1 stof-
unni sitja fjórar heldri konur úr þorpinu, auk frú Bertu,
frú Erna, kona Ara í Nýjabæ, frú Soffía í Vík, Halla kona
bakarans og Gróa kaupfélagsstjórans. Þær eru allar með
handavinnu, útsaum, hekl og þess háttar. Verkið gengur þó
fremur seint, enda er margt, sem tefur, fyrst og fremst hin
hefðbundna kaffidrykkja, en prestsfrúin er einmitt 'að hella
upp á könnuna í þriðja sinn. Þéttur sígarettureykur smýgui’
út í hvern krók og kima stofunnar. Svo þurfa blessaðar frúrn-
ar að spjalla ofurlítið, eins og venja er á klúbbkvöldum, og
það tefur stundum ögn fyrir. Allar hafa þessar frúr liðugan
talanda og eru ófeimnar við að leggja orð í belg um hvaða
viðfangsefni sem er, enda þótt þær séu samankomnar í húsi
sálusorgarans.
Erna í Nýjabæ er í essinu sínu í kvöld. Aðalumræðuefnið
er ballið í fyrrakvöld og ýmsir atburðir í sambandi við það-
Annars er þessum heiðurskonum fátt mannlegt með öllu