Eimreiðin - 01.10.1954, Side 38
270
LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL
eimreiðin
einkum Ah Wilderness (1933) og að nokkru leyti Days
witlicmt End (1934).
Ah Wildfii'ness er eiginlega rómantískur leikur um fyrsta
ástarævintýri drengs í smáborgarafjölskyldu í Nýja Englandi.
Drengurinn er fullur af skáldagrillum, les Oscar Wilde, Swine-
burne og Ibsen og hneykslar tilvonandi tengdaföður sinn
með hinum háskáldlegu, stundum bersöglu pistlum, er hann
sendir telpunni sinni. Afleiðing: faðir telpunnar neyðir hana
til að senda honum uppsagnarbréf, en hann hefnir sín með
því að fara á fyllirí og kvennafar, sem hann hefur þó ekki
hug til að leika til enda. En hann kemur ekki heim fyrr en
allir eru orðnir vitlausir í hræðslu um hann og þess vegna
guðsfegnir, að ekki varð verra úr ævintýri hans. Hann bjóst
ekki við góðu frá föður sínum, en í stað refsingar fær hann
fyrstu lexíu í því, sem enskir kalla the facts of life. Af fjöl-
skyldunni eru frænka og móðurbróðir minnisstæð, hún stað-
föst í guðsótta og góðum siðum Nýja Englands, hann drykkju-
maður, af því að hann náði aldrei í hana, en skemmtilegri
en aðrir, þegar hann er fullur. Wallace Beery lék þennan
móðurbróður af venjulegum ágætum í kvikmyndinni, sem
af leiknum var gerð.
Days Without End (1934) er um kaþólskan mann, sem
kastar trú sinni og verður hálfgerður guðsafneitari, þegar
foreldrar hans deyja. Svo kvænist hann og trúir þá á ástina
(sbr. Welded), en tvífari hans og illur andi (sbr. Dion Ant-
hony), reynir allt til að drepa þessa ást. Tækifærið býðst,
þegar vinkona konu hans dregur hann á tálar og segir svo
konu hans frá, án þess að nefna nafn hans. Hann segir líka
frá því undir rós, svo að konan leggur tvo og tvo saman.
Er hún svo veikist, þá óttast hinn betri maður hans að hún
muni deyja, hinn verri maður hans vill það (eins og Galdra-
Loftur gagnvart Steinunni). Þá fer hann í kaþólska kirkju,
gerir bæn sína til krossins og gengur af sínum verra manni
dauðum, en konunni batnar.
Báðir þessir leikir virðast byggðir á minningum skáldsins,
og honum leið venju betur meðan hann samdi þá.
7. öðru máli gegnir um tvo síðustu leiki skáldsins: The
Iceman Cometh (1946) og A Moon for tlie Mis-Begotten