Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 43

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 43
Meira um Stabat mater, I grein minni um Stabat mater dolorosa, í Afmæliskveðju fil Alexanders Jóhannessonar 15. júlí 1953, get ég þess, sem rett er, að Stefán Ölafsson noti háttinn dálítið stýfðan, hæði í hýðingu sinni á frumkvæðinu „Tignust mey og móðir að Kristi“ (St. Ól. Kvæði, II, 176—78) og í gamanvísunum um Gvend snikkara: „Gvendur hér um hafnar stræti“ (St. Ól. I, 75—78). ^essi stýfði háttur er svo: Tignust mey og móðir að Kristi Hættur treginn hjartað nísti, margtáruð við krossinn gisti hugurinn ekki spádóm missti sms einkasonar í ásýnd þjóns. af sverði Simeons. En síðan hef ég fundið, að Stefán notar háttinn réttan og °stýfðan í einu kvæða sinna (ef það er rétt eignað honum). í’etta eru Reiðvísur II í I, 369: Ekki er stundin lengi að liða, má þar við sú málsgrein hlýða, latir oft við ferðum kvíða, mun hann seint úr hlaðinu riða soltinn úti svengist jór; sem sporann snemma spenna fór. Kvæði þetta er gefið út eftir mörgum handritum, skráðum í utgáfunni, og segir við eitt þeirra: „tJr kveri frá Espihóli, og er þar eignað Sr. Steph. Ól. s.“. Ég hef því miður ekki vit á að ttieta vitnisburð þeirra, en heldur þykir mér deyfðarbragð að skáldskapnum á kvæðinu, t. d. í þessari vísu: hað mun gleðja selskaps sveina, áfram stika braut svo beina, syngja, drekka og hesta reyna, bera þó ei kvíðu neina. riðast á og ræða glatt, Þenkirðu ei að það sé satt. Annan eins hortitt og síðasta vísuorðið hér finn ég ekki í eðrurn hestavisum Stefáns, en auðvitað geta skáld dottað. Samt v®ri gaman, ef menn, sem rannsakað hafa eða rannsaka munu handritin að kvæðum Stefáns, vildu athuga með hve miklum handrita-líkum honum er eignað þetta kvæði. Hér má og geta þess, að ég hef fundið háttinn á latínu í Broti af tíðasöng hins heilaga Hallvarðar, prentað eftir AM

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.