Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 56

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 56
44 ÖLÝGINN SAGÐI MÉR EIMREIÐIN niður í þeim, og þær hvísla, eins og þær viti um hlerara í hverju horni. En á milli hækka þær sig, stundum tala allar í einu, og reynir þá hver um sig að yfirgnæfa hinar. Loksins stendur prestsfrúin upp og lítur á gullarmbands- úrið. „Almáttugur, hún er þá að verða átta, og Ófeigur bíður eftir matnum. Ég er þotin.“ Hún faðmar frúrnar og kyssir og er horfin út á götuna. Frúrnar, sem eftir sitja, líta hver á aðra. Sú þurfti að flýta sér. Það er naumast! Frú Soffía læðir út úr sér: „O-jæja, blessunin, hún er samt alltaf einum of sein í viðskiptunum við hann séra Ófeig!“ Það klakar í kaupfélagsstjórafrúnni. „Já, þeir segja víst ljótt af því. Það er heldur ekki von á góðu, að velja unga úr því hreiðri. Ég legg það nú nokkurn veginn að jöfnu við Haga-pakkið.“ Þær fara nú nokkrum vel völdum orðum um Innri-Víkur- fólkið. Séra Ófeigi er mjög vorkennt að vera mægður svo- leiðis manneskjum. Þeim finnst eiginlega ekki nema von, að hann sé eins og hann er, að hafa lent í þessu. En agalegt má það nú samt vera, ef það er satt, að......... Nú dregur niður í frúnum. Þær eru farnar að hvísla. Jafn- vel fermingartelpurnar eru dregnar inn í umræðurnar. Þegar klukkan er níu, leggur Daníel í Vík blaðið frá sér á kommóðuna, tekur af sér gleraugun og staulast fram í eldhús. Hann setur pott yfir eldinn og sýður hafragrautar- spón. Rúgbrauð og smjör er í skápnum. Þegar hann er búinn að borða, gáir hann til veðurs. Það er hellirigning. — Svo fer hann í háttinn. * Esja er að koma — Esja er að koma! Krakkar og full- orðnir hópast niður á bryggju. Það er alltaf tyllidagur í þorpinu, þegar skipin koma. Dóra í Haga stendur við borð- stokkinn og horfir í land. Hún er í nýrri kápu og með kollu á höfðinu. Hún er ósköp föl og guggin. Það hefur verið vont í sjóinn. Þarna standa mamma hennar og Sigga, systir hennar, á

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.