Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 56

Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 56
44 ÖLÝGINN SAGÐI MÉR EIMREIÐIN niður í þeim, og þær hvísla, eins og þær viti um hlerara í hverju horni. En á milli hækka þær sig, stundum tala allar í einu, og reynir þá hver um sig að yfirgnæfa hinar. Loksins stendur prestsfrúin upp og lítur á gullarmbands- úrið. „Almáttugur, hún er þá að verða átta, og Ófeigur bíður eftir matnum. Ég er þotin.“ Hún faðmar frúrnar og kyssir og er horfin út á götuna. Frúrnar, sem eftir sitja, líta hver á aðra. Sú þurfti að flýta sér. Það er naumast! Frú Soffía læðir út úr sér: „O-jæja, blessunin, hún er samt alltaf einum of sein í viðskiptunum við hann séra Ófeig!“ Það klakar í kaupfélagsstjórafrúnni. „Já, þeir segja víst ljótt af því. Það er heldur ekki von á góðu, að velja unga úr því hreiðri. Ég legg það nú nokkurn veginn að jöfnu við Haga-pakkið.“ Þær fara nú nokkrum vel völdum orðum um Innri-Víkur- fólkið. Séra Ófeigi er mjög vorkennt að vera mægður svo- leiðis manneskjum. Þeim finnst eiginlega ekki nema von, að hann sé eins og hann er, að hafa lent í þessu. En agalegt má það nú samt vera, ef það er satt, að......... Nú dregur niður í frúnum. Þær eru farnar að hvísla. Jafn- vel fermingartelpurnar eru dregnar inn í umræðurnar. Þegar klukkan er níu, leggur Daníel í Vík blaðið frá sér á kommóðuna, tekur af sér gleraugun og staulast fram í eldhús. Hann setur pott yfir eldinn og sýður hafragrautar- spón. Rúgbrauð og smjör er í skápnum. Þegar hann er búinn að borða, gáir hann til veðurs. Það er hellirigning. — Svo fer hann í háttinn. * Esja er að koma — Esja er að koma! Krakkar og full- orðnir hópast niður á bryggju. Það er alltaf tyllidagur í þorpinu, þegar skipin koma. Dóra í Haga stendur við borð- stokkinn og horfir í land. Hún er í nýrri kápu og með kollu á höfðinu. Hún er ósköp föl og guggin. Það hefur verið vont í sjóinn. Þarna standa mamma hennar og Sigga, systir hennar, á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.