Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 58
46 ÖLÝGINN SAGÐI MÉR eimreiðin gómnum. Hún er eitthvað óeðlilega seig, þessi kleina. Hún skotrar augunum til Siggu. Sigga sprettur á fætur: „Ég þarf að gefa hænsnunum!" — Hún er komin út úr eldhúsinu áður en Dóra veit af. Stebba situr þögul um stund og skotrar augunum um eld- húsið. Nagandi ótti læsir sig um Dóru. Hún situr eins og stirðnuð á stólnum. „Hefur eitthvað komið fyrir krakkana?“ „Nei, nei, það er ekkert að þeim.“ Stebba gamla flýtir sér að róa dóttur sína. „Þau skruppu upp í hlíð í berjamó. Við bjuggumst ekki við skipinu svona snemma." Það er enn nokkur þögn. Loksins stendur gamla konan upp. Hún ræskir sig, — snýtir sér. — Svo segir hún: „Ja — það er eins gott, að ég segi þér það strax, eins og þú fréttir það annars staðar frá. Það — það — hefur verið að tala um þig, fólkið hérna — svona til dægrastyttingar." „Um mig?!“ Dóra stendur upp, steinhissa. Svo fer hún að skellihlæja: „Ja, hérna, mamma! Ég hélt þú værir vaxin upp úr því að taka svoleiðis hátíðlega. Ég svo sem veit, hvað það er! Á ég að segja þér það? — Ég á að hafa farið upp með Kristjáni eftir slysavarnaballið í sumar! Ha-ha-ha-ha! Ég sé bara mest eftir því, að ég skyldi ekki gera það!“ Dóra þrífur utan um móður sína og snýr henni í hring á gólfinu. En Stebba gamla er óvenjulega stirð í dag. Hún losar sig með hægð og sezt niður. „Ó-já, maður hefur nú heyrt það eftir þeim líka. Annars er það nú Reykjavíkurferðin, sem fólk hefur aðallega á milli tannanna.“ „Nú?“ Dóra skilur ekkert. Stebba gamla ræskir sig: „Það segir-------blessað fólkið, að þú hafir — að þú hafir verið að losa þig við eitthvað." Andartak stendur Dóra með opinn munn og horfir ógáfu- lega á móður sina. Svo breiðist skyndilega sterkur roði um allt andlitið og hálsinn. Hún stendur lengi orðvana og horfir niður fyrir sig. Hún kippist við, þegar móðir hennar klappar á höndina á henni. „Hver-------hver segir þetta?“ Röddin er ofurlítið rám.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.