Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 58

Eimreiðin - 01.01.1955, Síða 58
46 ÖLÝGINN SAGÐI MÉR eimreiðin gómnum. Hún er eitthvað óeðlilega seig, þessi kleina. Hún skotrar augunum til Siggu. Sigga sprettur á fætur: „Ég þarf að gefa hænsnunum!" — Hún er komin út úr eldhúsinu áður en Dóra veit af. Stebba situr þögul um stund og skotrar augunum um eld- húsið. Nagandi ótti læsir sig um Dóru. Hún situr eins og stirðnuð á stólnum. „Hefur eitthvað komið fyrir krakkana?“ „Nei, nei, það er ekkert að þeim.“ Stebba gamla flýtir sér að róa dóttur sína. „Þau skruppu upp í hlíð í berjamó. Við bjuggumst ekki við skipinu svona snemma." Það er enn nokkur þögn. Loksins stendur gamla konan upp. Hún ræskir sig, — snýtir sér. — Svo segir hún: „Ja — það er eins gott, að ég segi þér það strax, eins og þú fréttir það annars staðar frá. Það — það — hefur verið að tala um þig, fólkið hérna — svona til dægrastyttingar." „Um mig?!“ Dóra stendur upp, steinhissa. Svo fer hún að skellihlæja: „Ja, hérna, mamma! Ég hélt þú værir vaxin upp úr því að taka svoleiðis hátíðlega. Ég svo sem veit, hvað það er! Á ég að segja þér það? — Ég á að hafa farið upp með Kristjáni eftir slysavarnaballið í sumar! Ha-ha-ha-ha! Ég sé bara mest eftir því, að ég skyldi ekki gera það!“ Dóra þrífur utan um móður sína og snýr henni í hring á gólfinu. En Stebba gamla er óvenjulega stirð í dag. Hún losar sig með hægð og sezt niður. „Ó-já, maður hefur nú heyrt það eftir þeim líka. Annars er það nú Reykjavíkurferðin, sem fólk hefur aðallega á milli tannanna.“ „Nú?“ Dóra skilur ekkert. Stebba gamla ræskir sig: „Það segir-------blessað fólkið, að þú hafir — að þú hafir verið að losa þig við eitthvað." Andartak stendur Dóra með opinn munn og horfir ógáfu- lega á móður sina. Svo breiðist skyndilega sterkur roði um allt andlitið og hálsinn. Hún stendur lengi orðvana og horfir niður fyrir sig. Hún kippist við, þegar móðir hennar klappar á höndina á henni. „Hver-------hver segir þetta?“ Röddin er ofurlítið rám.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.