Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 63

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 63
EIMREIÐIN ÖLÝGINN SAGÐI MÉR 51 Jú, Bína viðurkennir, að hann muni hafa verið eitthvað kenndur. Hún var komin upp og sá hann ekki. — Jú, þau höfðu víst eitthvað rifizt. — Nei, ekkert sérstaklega. — Hvort hann hefði slegið hana? — Almáttugur, nei, hvernig gat henni dottið það í hug? ~~ Jú, þau höfðu haft nokkuð hátt. — Hvort hún væri alveg viss um, að hann hefði ekki stjakað við henni. — Já, auðvitað væri hún viss um það. — Hvernig vissi hún það, fyrst hún var komin upp? — Vissi. Það gerði hann Ófeigur aldrei! h>ær þvæla um þetta fram og aftur. Bína viðurkennir að hau hafi haft hátt, séra Ófeigur meira að segja bölvað. En ai’ið hana Bertu! Nei, það hafði hann Ófeigur ekki gert. Hanna reynir öll ráð. Hún ber það meira að segja blákalt Uf)P á Bínu, að hún hafi sagt Jónínu á Grund, að presturinn afi barið frúna, svo hljóðin í henni hafi heyrzt út á götu. ]na er með grátstafinn í kverkunum. — Helvítis kerlingar- ú’untan! Hún lýgur því — lýgur því! Hún sagði aldrei, að ijóðin í henni hefðu heyrzt út á götu! Hún hafði kannske Sa§t, að rifrildið í þeim hefði geta'ð heyrzt út á götu. Hanna reynir að spyrja Bínu út í ferðalag prestsfrúar- lr,r*ar inn í Innri-Vík í gær, en það er ekki hægt að koma nHnu tauti við stelpuna. Hún er farin að háskæla. Seinast 1 ýbur hún á dyr og skilur eftir hálfan kaffibollann. Hrúin í Gerði andvarpar mæðulega. — Það er naumast að Helpan er staffírug! Hún hafði þó getað kjaftað í hana únínu á Grund. — En nú er eins og stungið hefði verið UPP í hana. Hanna tekur viðbragð. — Stungið upp í---------. Þarna kom skýringin! Auðvitað höfðu prestshjónin mútað stelpugálunni fú þess að halda sér saman. Það var svo sem skiljanlegt, að esturinn kærði sig ekki um, að ósóminn bærist út — og abki frúin heldur, fyrst hún hafði gert svo lítið úr sér að kyssa á vöndinn. — Auðvitað höfðu þau stungið einhverju að stelpunni! Hanna í Gerði tekur pottinn af maskínunni. Hún þarf að regða sér inn til Soffíu í Vík. Kannske hún gangi líka við Gróu kaupfélagsstjórans í leiðinni--------------. (Niðurlag næst).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.