Eimreiðin - 01.07.1956, Page 9
EIMKEIÐIN
JúU—september
1956
LXII. ár
3. hefti.
Martin A. Hansen
eftir Helga Sæmundsson.
I.
Danir hafa séð á bak tveimur sérstæðustu og persónuleg-
ustu rithöfundum sínum þessarar aldar með skjótum og óvænt-
um hætti: Kaj Munk var myrtur af Þjóðverjum aðfaranótt
5- janúar 1944 aðeins hálffimmtugur að aldri, og Martin A.
Hansen lézt ári eldri í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 27. júní
1 fyrra. Skáldklerkurinn í Vedersö er löngu kunnur íslend-
lngum og einvörðungu nefndur hér til samanburðar á dauðs-
falli hins. Martin A. Hansen þarf aftur á móti að kynna.
Engin af bókum hans hefur enn verið þýdd á íslenzku. Þó
er skáldskapur hans eitt hið athyglisverðasta í norrænum bók-
nrenntum síðustu tveggja áratuga, og veldur því í senn list
°g boðun. Hann var arftaki Jóhannesar V. Jensens sem sjálf-
stæðasti og svipmesti skáldsagnahöfundur Dana, leitandi
nppreisnarmaður, er fjallaði um átök hins gamla og nýja,
en hvarf samt til upphafs síns í niðurstöðunni að lokinni
þrumuræðunni. Jóhannes V. Jensen gerði Himmerland víð-
^rægt, en Martin A. Hansen Austur-Sjáland. Sú ályktun
hrekkur þó skammt til skýringar. Nær mun sanni, að báðir
hafi speglað bemskubyggðina til að bregða upp mynd ætt-
landsins og heimsins og láta örlög fólksins í átthögunum,
Earáttu þess og andlega þróun standa í tákni atburðanna, sem
reynast mannkyninu eftirminnilegastir í sögu samtíðarinnar.
II.
Martin A. Hansen var sjálenzkur húsmannssonur og fædd-
lst í Ströby á Stevns 20. ágúst 1909. Hann virtist borinn til