Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 14

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 14
166 EIMREIÐIN á vötn samtíðarinnar og færari um að skilja hið gamla, seffl hann tefldi fram gegn tíinu nýja í skáldskap sínum. Kannski var honum þetta eins konar æfing sérstæðrar upplifunar til að þjálfa stíl sinn og frásagnarhátt, þroska hugmyndaflugið og nema þá sögu, sem flestum dylst nema fræðimönnum? Þetta voru honum ekki vísindi, sem liann ætlaði öðrum, held- ur iðkaði fyrir sjálfan sig og greindi frá til að átta sig í leit- inni um undraheim liðinna alda. Tímamót heiðni og kristm \oru honum kært umhugsunarefni af því að hann þurfti að glöggva sig á trúarskoðunum sjálfs sín, kryfja spuminguna um líf og dauða og finna við henni svar veraldarvitsins. Mat'- tin A. Hansen tókst það víst aldrei, en leitin kann að hafa orðið honum fullnæging, og hann var vís til að gera sér þess betri grein en gagnrýnendurnir, sem varla gátu vitað með sanni, hvað fyrir honum vakti. VI. Martin A. Hansen kom hingað til íslands sumarið 1952 þeirra erinda að skrifa bók um land og þjóð. Hann ferðaðist víða um byggðir og öræfi í fylgd með vini sínum og sam- starfsmanni, teiknaranum Sven Havsteen-Mikkelsen. Þeif lágu úti í tjaldi, höfðu hastan fararskjóta og gerðu sér að góðu súrt og sætt. íslandsdvölin varð Martin A. Hansen afdrifa- rík, því að hér mun hann hafa kennt þess sjúkdóms, sem dró hann til bana þremur árum síðar. En árangur hennar varð sérstæð og skemmtileg ferðabók, „Rejse pá Island“. Mörgum finnst hún torveld aflestrar, stíllinn raunar unaðslegur, en byggingin einkennileg og frásagan tákngerð og dulræð. En annars var ekki að vænta af Martin A. Hansen. Hann lýsl1 ekki aðeins íslandi eins og það kemur honum fyrir sjónn' 1 sól og suhnanþey, regni og stormi eða nótt og hríð, en fjaH' ar um áhrifin, sem það hafði á hann í blíðu og stríðu, reynn að nema af næmri skynjun sinni sögu landsins og þjóðarinn- ar, fá hugboð um gott og illt og festa í andlegum skilning1 djúpar rætur á skammri dvöl. — Þetta mun honum hafa auðn- azt. Nokkrar staðhæfingar orka tvímælis, þekkingin telst hét og þar vafasöm við vandlega athugun, og danska hugmynda-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.