Eimreiðin - 01.07.1956, Page 23
LISTAM ANNALAUNIN
175
menn hlutfallshækkun gerð á launum opinberra starlsmanna,
skal fara eins um listamannalaun.
9. gr. — Listamannafé, sem veitt er í ijárlögum til úthlutun-
ar árlega, skal úthluta af þingkjörinni nefnd, eftir nánari
ákvæðum í fjárlögum, en að fengnum tillögum menntamála-
fáðs og fimm manna nefndar, kosinnar af fulltrúaráði Banda-
lags íslenzkra listamanna, og geri hvor aðili í sínu lagi til-
lögur til úthlutunarnefndar.
í 1. grein segir, að tiltekin tala listamanna skuli ia föst laun.
betta virðist vera gott og réttmætt við fyrstu sýn. En hér er
aðgætandi að talað er um tölu, en ekki menn. Eftir þessu skal
talan vera full og föst, og er það ekkert markvert. En lista-
ttiennirnir sjálfir geta verið valtir í sessi og jafnóvissir um
sjálfa sig og verið hefur. Þarna hefði átt að standa, að tilteknir
listamenn skuli fá föst árslaun. Sjálfsagt vakir það og fyrir
þeim, sem frumvarpið sömdu. Og skulu þeir hafa þökk fyrir
það, þótt hugmyndin sé að vísu gömul. En þeir segja það
hvergi ákveðið í frumvarpinu, og getur þetta orðið hættulegt
fyrir listamennina, því að það getur komið fyrir, að valdhafi
leggi annan skilning í lög, en löggjafi hefur ætlazt til, ef óljóst
er orðað. Þarna er menntamálaráðherra gefið vafasamt vald.
2. grein kveður svo á, að sex menn fái kr. 20.000,00 hver.
Eftir þessu á að fækka í 1. flokki um helming eða meira frá
því, sem verið hefur. Þarna ætti ekki að standa sex menn
heldur tíu. Þá er sagt í þessari grein, að sameinað þing skuli
ákveða, hverjir eigi að sitja í þessum flokki. A þingið þá að
koma í staðinn fyrir úthlutunarnefnd nú, og mun það koma
í sama stað niður, hvort þingið kýs nefndina eins og verið
hefur eða velur sjálft listamennina. Mun flokkaskipting ráða
eins og áður, hvort sem haft er og útkoman verða hin sama.
3. grein ræðir um þrjá launaflokka með 15, 12 og 8 þús. kr.
hver. í þessari grein er sagt, að menntamálaráðherra skuli, eftir
tilnefningu, ákveða hverju sinni hverjir eigi að hreppa þessi
laun. Eins og allir vita er menntamálaráðherra jafnan mikill
»pólitíkus,“ og flokksbundinn oftast. Ef hann á að ráða út-
hlutuninni, er hún komin á eina ,,pólitíska“ hönd, og mun þá
i'áðherra stöðugt verða vændur um hlutdrægni vegna stjóm-