Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 24

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 24
176 EIMREIÐIN mála, og það allt að einu, þótt hann sé ekki hlutdrægur. Þar að auki geta árlega orðið ráðherraskipti og úthlutunin þa orðið „pólitískur" leiksoppur á milli ráðherranna. Er þá óviss- an komin á hæsta stig fyrir listamanninn. Samkvæmt 4. grein hefur heimspekideild háskólans og menntamálaráð tillögurétt til ráðherrans um það hverjum skuli veita launin eftir 3. grein, en eigi verður séð að tillögur þeirra bindi hendur ráðherra mjög í úthlutuninni, vegna þoss að fleiri munu tilnefndir en útvaldir verða, annars ætti til- nefningin ekkert erindi til ráðherrans. Hann getur skrifað a lista nöfn þeirra, sem hann hefur velþóknun á, eða eftir sínu höfði og sent listann til ríkisféhirðis. Er þá úthlutuninni lokið á þessu svo kallaða fasta fé til listamannanna, og verður ráðherrann ekki öfundsverður af ráðstöfuninni, hvernig sern hann fer að, fremur en úthlutunarnefnd nú. Enn fremur segir í 3. grein: Engum má veita laun af fast ákveðnu fé eftir þessari grein yngri en fertugum. Hlægileg vit- leysal Það lítur ekki út fyrir, að höf. frv. séu sammála Jónasi Hallgrímssyni, er segir í einu sinna sígildu kvæða: Margoft tvítugur meira hefur lifað, o. s. frv., og: Oft dó áttræður og aldrei hafði tvítugs manns fyrir tær stigið. í 4. grein er sagt, að sækja megi um listamannalaun. Og úr því það má, munu einhverjir gera það, og ef einhverjif gera það, munu flestir gera það, þó að flestum sé það ógeð- fellt. Nú er vitað, að mjög mörgum er þetta ógeðfellt. Hví þá ekki að sleppa því? 5. grein verður ekki skilin öðru vísi en að helzt eigi a® veita listamannalaun eftir efnum og ástæðum, ekki eftir list' rænum afrekum listamanns, ef verk hans eru eftirsótt og selj- ast vel, eða ef hann hefur annað starf launað og hefur unnið að sínu listaverki í frístundum á meðan aðrir eru að skemmta sér eða sofa. Eftir þessari grein á að veita launin í gustuka- skyni. Minnir þetta óþægilega á gamlan og leiðan hrepp' stjóra-hugsunarhátt. Hér gægjast fram annarleg sjónarmið, sem ekkert koma listinni við, og listamaðurinn gerður að gustukaskepnu og úthlutunin að góðgerðastofnun. Og urá þessi grein hverfa með öllu. 6. grein kveður svo á, að listamannalaunum skuli fylgj3

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.