Eimreiðin - 01.07.1956, Síða 26
178
EIMREIÐIN
málaráð og svo kallað Bandalag íslenzkra listamanna. Þarna
er hreinlega brotið til mergjar svo að bert er, að mergurinn
málsins er sá að bola sérstaklega Félagi íslenzkra rithöfunda og
fleirum, sem ekki eru í Bandalaginu, frá öllum áhrifum á
þetta mál.
Það, sem er gott í þessu frv. er það, að hér er imprað á hug-
myndinni um föst laun. Hér þarf aðeins að kveða fastar að
orði, svo að eigi verði um villzt. En einkennilegt er það, að
hvergi í þessu frv. er gert ráð fyrir því, að listamaður geti kom-
izt úr einum flokki í hærri launaflokk. Að því leyti eru launin
föst.
Það, sem er aðallega athugavert við frumvarpið er þetta:
Það er gallað að efni, óljóst orðað, menntamálaráðherra er
gefið of mikið vald á listamannafé og Rithöfundafélagi ls'
lands er veittur réttur til áhrifa á launaveitingar en Félagi
ísl. rithöfunda enginn réttur.
Er nú auðsætt, eftir framantaldar athugasemdir, að umrætt
frv. er ónothæft eins og það liggur fyrir, og breytingartillög'
ur verða of viðamiklar. Verður því bezt að semja nýtt fram-
bærilegt frumvarp þannig:
1. gr. — Veita skal viðurkenndum listamönnum föst lista-
mannalaun samkvæmt lögum þessum.
2. gr. — Tíu mönnum skal veita kr. 20.000,00 í árslaun.
Tíu mönnum skal veita kr. 15,000,00 í árslaun.
Tólf mönnum skal veita kr. 12,000,00 í árslaun.
Tólf mönnum skal veita kr. 8.000,00 í árslaun.
3. gr. — Listamaður, sem veitt hafa verið listamannalaun.
heldur þeim meðan hann lifir, sbr. þó 6. gr.
4. gr. — Listamannalaun skal greiða hverju sinni með sömu
uppbót eftir vísitölu og laun opinbeiTa starfsmanna. Verði al-
menn hlutfallshækkun gerð á launum opinberra starfsmanna,
skal fara eins um listamannalaun
5. gi'. — Færa má listamann, sem fengið hefur listamanna-
laun i hærri launaflokk en hann var í áður, en aldrei naá
lækka listamann úr launaflokki.
6. gr. — Listamannalaun falla niður, ef listamaður, sem
þau hefur hlotið, tekur sér búsetu erlendis, nema til þess sé að
geta betur stundað list sína í íslenzka þágu. Þó getur maður.